fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Pressan
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeildi áhrifavaldurinn Candace Owens nýtur mikilla vinsælda meðal fólks sem telur sig til fjarhægris og/eða aðhyllist samsæriskenningar. Deilur hennar við frönsku forsetahjónin hafa vakið sérstaka athygli en Owens heldur því fram fullum fetum að forsetafrúin, Brigitte Macron, sé trans kona þrátt fyrir að Brigitte sé þriggja barna móðir. Forsetahjónin hafa stefnt Owens fyrir meiðyrði.

Áhrifavaldurinn heldur úti gífurlega vinsælu hlaðvarpi og YouTube-rás þar sem hún fer fjallar gjarnan um stór fréttamál og segist hafa afhjúpað meintan sannleika sem sé reynt að hylma yfir. Undanfarið hefur hún mikið fjallað um morðið á vini sínum, Charlie Kirk, en hún telur að þar sé maðkur í mysunni. Hún hefur til dæmis haldið því fram að meinti morðinginn sem nú situr í haldi sé ýmist saklaus eða að hann sé útsendari myrkraafla.

Nýjasta samsæriskenningin hefur vakið sérstaka athygli og eru nú margir farnir að velta fyrir sér hvort Owens sé hreinlega heil á geði. Þann 22. nóvember birti hún langa færslu þar sem hún hélt því fram að háttsettur embættismaður í Frakklandi hafi sett sig í samband við hana og tilkynnt henni að frönsku forsetahjónin vildu hana feiga, og hefðu reynt að ráða leynimorðingja. Owens telur eins að forsetahjónin hafi komið við sögu í morði Charlie Kirk.

Repbúlikanar þurfi að fordæma áhrifavaldinn

Blaðakonan Nicole Russel hjá USA Today skrifaði grein um áhrifavaldinn í gær þar sem hún sagði að mál Owens ætti að vera bandarískum hægrimönnum víti til varnaðar. Repúblikanar þurfi að hætta að gefa snákaolíusölumönnum eins og Owens athygli.

„Owens er klassískur tækifærissinni, hún framleiðir ekkert, uppgötvar ekkert og afhjúpar ekkert í raun og veru. Hún er bara að röfla á netinu í gegnum hlaðvörp, færslur og myndbönd. En hún er að græða á því. Hún er komin með rúmlega 5,6 milljón áskrifendur á YouTube, 7,4 milljón fylgjendur á X og 6,5 milljónir fylgjenda á Instagram.

Það sem er truflandi við tækifærismennsku Owens er hversu margir eru að kaupa þetta – eða að minnsta kosti gefa henni undir fótinn í heimi hægri samsæriskenninga.“

Russel segir mikilvægt að hægrimenn fordæmi áhrifavaldinn og virði hana svo að vettugi í framhaldinu. Annars muni hún bara halda athæfi sínu áfram og ganga sífellt lengra.

„Ég hélt að íhaldsmenn væru betri en þetta“ skrifar Russel og bætir við að vinsældir áhrifavalda á borð við Owens, Nick Fuentes og Tucker Carlson, séu áhyggjuefni. Owens sé líklega verst hvað þetta varðar þar sem hún er að dreifa gölnum samsæriskenningum, gyðingahatri og öðru undir yfirskyni pólitískrar umræðu.

„Hún á ekkert erindi í raðir íhaldsmanna og við ættum að segja henni það“

Segir forsetahjónin vilja sig feiga

Owens tilkynnti í gær að hún ætli ekki að birta myndbönd næstu vikuna. Hún bætti þó við að hún hefði fengið það staðfest frá bæði Hvíta húsinu og stofnunum sem berjast gegn hryðjuverkum að forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hafi reynt að láta ráða hana af dögum. Þessar upplýsingar komi frá heimildarmanni sem þekkir vel til forsetahjónanna. Eins heldur hún því fram að forsetahjónin hafi látið ráða Charlie Kirk af dögum, en þau hafi átt sér samverkamenn. Allir sem efast um þessa fullyrðingu hennar geti bara leitað til Donald Trump Bandaríkjaforseta og leyniþjónustunnar eftir staðfestingu.

Sumum finnst augljóst að Candace Owens sé viljandi að framleiða galnar samsæriskenningar til að afla sér vinsælda og tekna, aðrir telja að Owens sé hreinlega að missa tökin og þurfi læknisfræðilega aðstoð. Loks eru það þeir sem trúa Candace og þakka henni óeigingjarnt starf hennar í þágu rannsóknarblaðamennsku, og þessi síðastnefndi hópur er ekki fámennur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi