fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 09:00

Ummæli Þóru vöktu ekki mikla kátínu hjá Miðflokksmönnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins, segir að það hafi verið upplýsandi að fylgjast með „klemmu“ Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, fyrrverandi blaðakonu, þegar hún leitaði skýringar á fylgisaukningu Miðflokksins í Silfrinu í fyrrakvöld.

Snorri gerði ummæli Þóru að umtalsefni í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en í þættinum á mánudagskvöld var meðal annars rætt um hið pólitíska landslag eins og það blasir við í dag.

Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og í nýrri könnun Maskínu mældist flokkurinn stærri en bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn. Aðeins Samfylkingin mælist stærri, en fylgi Miðflokksins samkvæmt könnuninni er 17,3 prósent.

Snorra brugðið

Í Silfrinu ræddi Þóra meðal annars um þetta og velti fyrir sér hvers vegna Miðflokkurinn væri að eflast og talaði um að það væri „ráðgáta“ af hverju „Miðflokkar“ heimsins væru að sækja í sig veðrið. Velti hún því upp hvort hægt væri að setja þetta í samhengi við bága stöðu læsis, að fólk sé hætt að skilja það sem það les.

Snorri gefur lítið fyrir þessi rök og sagði meðal annars:

„Það var vægast sagt upplýsandi að fylgjast með klemmu eins álitsgjafa Ríkisútvarpsins þegar finna þurfti hugsanlegar skýringar á fylgisaukningu Miðflokksins í Silfrinu í gær. Maður þekkir auðvitað vel hvernig sumir úr þeirri stétt hafa tapað öllum tengslum við almenning í landinu en ég viðurkenni að jafnvel mér var brugðið að heyra hvernig sumt fólk leyfir sér að tala á opinberum vettvangi.“

Hreytt í fólk að það sé vitlaust og vont

Snorri segir best að hafa sem fæst orð um þau viðhorf til íslenskra kjósenda sem birtast í kenningu Þóru. Bendir Snorri á ýmis atriði sem hann telur skýra gott gengi flokksins. Nefnir hann til að mynda skattahækkanir á almenning og fyrirtæki, mikil útgjöld vegna útlendingamála, „stórfurðuleg gæluverkefni“ stjórnvalda erlendis og útblásið opinbert kerfi.

„Hvergi annars staðar í heiminum hefur innflytjendum fjölgað hraðar en á Íslandi á undanförnum árum,” segir Snorri og bætir við að Miðflokkurinn hafni þessari „stjórnlausu og illa ígrunduðu innflytjendastefnu“ eins og hann orðar það.

Snorri segir Miðflokkinn trúa því að hann geti breytt íslenskum stjórnmálum og hér sé hægt að byggja upp fyrirmyndarsamfélag. Áhersla ríkisvaldsins þurfi þó að vera á hagsmuni íslenskrar þjóðar til allrar framtíðar.

„Í grunninn er þetta auðvitað vilji alls þorra manna og þar komum við ef til vill að kjarna máls í góðu gengi Miðflokksins. Ólíkt mörgum sem telja að hið opinbera eigi að vera í hugmyndafræðilegu uppeldishlutverki gagnvart sótsvörtum almúganum, veljum við að hlusta einfaldlega á áhyggjur almennings og starfa í þeirra þágu. Við teljum fara betur á því en að hreyta því bara í fólk að það sé vitlaust og í þokkabót vont.“

„Hátt hreykir heimskur sér“

Óhætt er að segja að margir taki undir með Snorra og eru sumir hvassari en aðrir. Þannig segir Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Miðflokksins:

„Hátt hreykir heimskur sér“ segir máltækið. Það er raun að hlusta á þetta sjálfbirgingslega lið berja sér á brjóst. „Heimska hægrið“ sagði Hallgrímur Helgason ehf í færslu nýlega. Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum.“

Gunnlaugur Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, leggur einnig orð í belg.

„Gott hjá þér Snorri Másson að taka á álitsgjafanum Þóru Kristínu. Hún er ein af ofnotuðu álitsgjöfum RUV. Hefur aldrei, segi og skrifa “aldrei” getað verið álitsgjafi sem leggur faglegt mat a viðfangsefni sem er til umfjöllunar, vinstra ofstækið kemur alltaf upp hjá henni,“ segir hann.

„Mér var kennt að nota ekki ljótt orðbragð! En ofboðslega langar mig til þess núna,” segir Lárus Guðmundsson, varaþingmaður og oddviti Miðflokksins í Garðabæ fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar. Færslu Snorra og umræðurnar undir færslunni má sjá í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
Fréttir
Í gær

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi