
Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Meistaradeild Evrópu.
Benfica vann 0-2 sigur á Ajax með mörkum frá Samuel Dahl og Leandro Barreiro.
Portúgalska liðið er stigi frá sæti í umspilinu en Ajax er komið í bratta brekku, er án stiga eftir fimm leiki.
Belgíska liðið Union St. Gilloise vann þá glæsilegan sigur á Galatasaray í Tyrklandi.
Promise David skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri.
Galatasaray er í níunda sæti með 9 stig en Union með þremur stigum minna í 18. sæti.