fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 20:30

Hanna Katrín Friðriksson. Mynd: Skjáskot YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fiskeldi í Mjóafirði vel koma til greina og hefur hún beðið Hafrannsóknarstofnun um burðarþolsmat þar.

Hanna Katrín er gestur Aríels Péturssonar, formanns Sjómannadagsráðs, í hlaðvarpsþættinum Sjókastið þar sem margt áhugavert kemur fram í samtali þeirra.

Í þættinum ræða þau lífið og tilveruna, fjölskyldumál Hönnu Katrínar og stöðu samkynhneigðra. Þau rifja upp hvernig til kom að Hanna Katrín byrjaði í stjórnmálum, hrunið og stofnun Viðreisnar. Þau ræða veiðigjöldin ítarlega og hvaða áhrif þau hafa og mikilvægi þess að huga að vörumerkjum og verðmæti íslensks ferskfisks.

Í þættinum tilkynnir ráðherra í fyrsta skipti opinberlega um burðarmat í Mjóafirði fyrir austan.

„Ég var að kalla eftir að Hafrannsóknarstofnun kláraði burðarþolsmat, það hefur verið kallað eftir því lengi. Hafrannsóknarstofnun vinnur þetta mat, en birtir ekki fyrr en ráðherra kallar eftir því. Ég hef fengið mikla hvatningu að austan að klára þetta mál og nú hef ég beðið Hafrannsóknarstofnun um það.
Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir. Væntingar standa til að þetta styðji við byggð í sveitarfélaginu almennt. Auðvitað fer svona uppbygging saman við innviðauppbyggingu.“

Hanna Katrín fer yfir stöðuna á Bakka en þar var hún á fundi á laugardaginn síðasta. Þar vilja allir leggjast á árar að byggja upp atvinnilíf, sem hún segir erfitt þegar atvinnuuppbyging á einu svæði byggir á einu fyrirtæki eða einni tegund af starfsemi

„Fjölbreytnin hlýtur alltaf að vera lykilatriði. Ekki bara til að reyna eins og kostur er að koma í veg fyrir að áföll í einstaka atvinnugreinum eða fyrirtækjum hafi víðtæk áhrif á viðkomandi svæði eða byggðarlag heldur einfaldlega líka til að bjóða fólki einhverja valkosti hvar hefur það hug á að starfa, búa sér til feril, mennta stig eða hvað það er. Það hlýtur alltaf að vera þessi fjölbreytileiki og valfrelsi fólks hlýtur líka að þurfa að vera útgangspunkturinn. Þess vegna er fiskeldi þarna stórt eða lítið svo mikilvæg viðbót við það sem er í gangi.“

Ráðherra segir að komin sé trú á starfsemi fiskeldis og að það sé raunhæft að setja ákveðna hvata sem leiða fyrirtækin í þá átt að byggja upp þessa starfsemi á hátt sem hefur sem minnst neikvæð áhrif á íslenska náttúru.

Aðspurð um hvað er skemmtilegast í málaflokki Hönnu Katrínar sem ráðherra svarar hún:

„Ég þrífst á samskiptum við fólk“, segir Hanna Katrín. „Þar sem að kemur saman mikill fjöldi fólks með eitthvað fjölbreytt, og það gerist frekar úti á landi“. „Það er svo mikil jákvæð orka. Einhverjir myndu segja að komast í tæri við raunhagkerfið, það er svo frábært“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þrjú ákærð í stóru fíkniefnamáli – Keyptu BMW til að smygla kókaíni

Þrjú ákærð í stóru fíkniefnamáli – Keyptu BMW til að smygla kókaíni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“