fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Pressan
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 20:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatíkanið hefur sent frá sér nýtt skjal þar sem varað er eindregið við vaxandi tíðni fjölkærra ástarsambanda. Lögð er þar áhersla á að hjónaband sé ævilangt og stöðugt samband milli karlmanns og konu.

Skjalið er gefið út með samþykki Leó páfa en CNN greinir frá því að þar sé rætt um aukin uppgang fjölkærra sambanda á Vesturlöndum en einnig um fjölkvæni í Afríku en mikið hefur verið rætt meðal kaþólskra biskupa í heimsálfunni um fjölkvæni og á þingum Vatíkansins. Er fjölkvæni í skjalinu lýst sem töluverðri áskorun fyrir kaþólska presta í Afríku.

Skjalið hefur yfirskrift sem þýða má sem: „Eitt hold – Lofsömun einkvænis.“ Þar segir að fjölkvæni, hjúskaparbrot og fjölkæri séu byggð á þeirri blekkingu að styrkleiki sambanda felist í fjölda andlita. Nútíma fólk sé þvert á móti að upplifa rof þegar komi að ást, tíðni skilnaða fari vaxandi, sambönd séu að verða brothættari, minna sé gert úr framhjáhaldi og fjölkæri sé haldið á lofti.

Victor Manuel Fernández kardínáli er yfirmaður þeirrar skrifstofu Vatíkansins sem hefur yfirumsjón með kennisetningum þess og útgáfum þeim tengdum. Hann segir umrætt skjal snúa að því að færa rök fyrir því að best sé að velja ástarsambönd við einn einstakling, því í slíkum samböndum tilheyri viðkomandi aðeins hvort öðru. Skjalið snúist líka um þróun hugmynda kirkjunnar um kynlíf í hjónabandi. Það eigi að snúast um meira en bara barneignir. Kynlíf hjóna snúist ekki síður um einingu þeirra og einingin sé grunnstoð hjónabandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Í gær

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum