
Í fréttum ítalskra fjölmiðla kemur fram að árásin hafi beinst að 24 ára karlmanni og 18 ára kærustu hans. Voru þau stödd í bifreið sinni á rólegum stað í Tor Tre Teste-garðinum í austurhluta borgarinnar þegar þrír karlmenn komu að bifreiðinni.
Drógu þeir manninn út úr bílnum og héldu tveir þeirra honum niðri á meðan sá þriðji dró konuna út úr bílnum og nauðgaði henni fyrir framan manninn. Mennirnir flúðu af vettvangi í kjölfarið.
Í fréttum ítalskra fjölmiðla kemur fram að parið sem varð fyrir árásinni sé ítalskt en árásarmennirnir þrír frá Marokkó. Tveir þeirra voru handteknir í Róm en sá þriðji í Feneyjum fyrir nokkrum dögum.
Árásin átti sér stað þann 25. október síðastliðinn en lögregla greindi ekki frá málinu fyrr eftir að þriðji maðurinn var handtekinn. Fingraför mannanna komu heim og saman við fingraför sem fundust á vettvangi, þar á meðal á hliðarrúðu bifreiðarinnar.