fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðbjörn Sigurðsson, læknir á Akureyri, segir að djúpstæð krísa ríki á Sjúkrahúsinu á Akureyri og það sé ekki einungis byggðamál að tryggja starfsemi þess heldur hreinlega þjóðaröryggismál.

Friðbjörn skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann viðrar áhyggjur sínar.

„Samkvæmt lögum er Sjúkrahúsið á Akureyri varasjúkrahús Landspítalans. Því miður er langt frá því að spítalinn geti staðið undir því. Á þessum viðsjárverðu tímum hefur þó sennilega aldrei verið mikilvægara en nú að fullnægjandi varasjúkrahús sé til staðar á landinu. Sjúkrahúsið á Akureyri er einnig kennsluspítali en það fer að verða vafamál hvort stofnunin geti gegnt því hlutverki. Þá ber Sjúkrahúsinu á Akureyri að veita þjónustu í nær öllum viðurkenndum greinum læknisfræði sem alls ekki er raunin,” segir Friðbjörn meðal annars.

Gríðarlegt álag

DV sagði í gær frá skrifum Steinunnar Þórðardóttur, formanns Læknafélags Íslands, sem einnig hefur lýst miklum áhyggjum af stöðu mála. Benti hún á að læknar væru undir gríðarlegu álagi og að nýlega hefði verið tilkynnt um uppsögn svokallaðra ferliverkasamninga við marga af lykillæknum sjúkrahússins.

Sjá einnig: Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Friðbjörn segir að vandi Sjúkrahússins á Akureyri sé ekki nýr af nálinni og starfsfólk hafi varað við þróuninni árum saman. Þrátt fyrir viðvörunarraddir hafi ástandið versnað til muna.

„Nokkrir reyndir sérfræðilæknar hafa þegar sagt upp störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þjónusta innan sumra sérgreina er í hættu. Ef fram heldur sem horfir verður að skoða hvort nægilega öruggt sé að veita flókna þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri.“

Muni hafa mikil áhrif

Friðbjörn bendir á að sérhæfð læknisþjónusta, til dæmis í hans sérgrein sem eru blóð- og krabbameinslækningar, þarfnist öflugrar stoðþjónustu frá öðrum sérgreinum.

„Ef við neyðumst til að hætta að veita krabbameinsþjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og sú þjónusta færist til Reykjavíkur mun það hafa gríðarleg áhrif á stóran sjúklingahóp og fjölskyldur þeirra, auk þess sem erfitt væri fyrir Landspítalann að taka við þeirri þjónustu, svo ekki sé talað um kostnaðarauka,“ segir hann og bætir við að með uppsögn fyrrnefndra samninga við ákveðna lækna sjúkrahússins sé í raun verið að leggja drög að því að færa mikilvæga þjónustu frá sjúkrahúsinu til einkarekinnar þjónustu lækna utan sjúkrahússins. Ekki liggi hins vegar fyrir greining á því um að sé hagkvæmara, hvorki fyrir sjúklinga né samfélagið.

Friðbjörn segir að afkastahvetjandi launakerfi hafi reynst vel á sjúkrahúsum á landsbyggðinni og víðar. Með slíku kerfi hafi verið hægt að tryggja að sérfræðingar haldist inni á sjúkrahúsum og þjónusta veitt þar í stað þess að þeir flytji starfsemi á einkastofur. „Með afkastahvetjandi kerfi má skila betri og skilvirkari þjónustu og tryggja stöðugleika í mönnun sérgreina,“ segir hann.

Í grein sinni segir Friðbjörn að Sjúkrahúsið á Akureyri sé hornsteinn heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi og því þurfi að bjarga.

„Að tryggja starfsemi þess er ekki einungis byggðamál, heldur er það hreinlega þjóðaröryggismál að það séu fleiri en eitt sérgreinasjúkrahús í landinu. Leysa verður þann bráðavanda sem starfsemin stendur nú frammi fyrir en jafnframt þarf að ráðast í gagngerar umbætur til lengri tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni
Fréttir
Í gær

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði