fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. nóvember 2025 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er afar pennafær en fréttir hans vekja jafnan eftirtekt fyrir notkun ýmissa eldri orða sem eru ekkert endilega algeng í fjölmiðlum nú til dags.

Það hafa komið upp nokkur skipti þar sem blaðamaðurinn er sakaður um að nota gervigreindarforrit við skrif sín, sem hann hefur ætíð neitað staðfastlega fyrir.

Sjá einnig: Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Og enn á ný hefur blaðamanninum verið líkt við gervigreindina. Í Facebook-hópnum Málvöndunarþátturinn skrifar kona nokkur:

„Skyldi þessi texti vera afurð gervigreindar? Okkur var bara bent á að leggja fram viðeigandi umsóknir en eftir að við gerðum það kom í ljós að á deiliskipulagi var bara gert ráð fyrir stórverslunum í þessu hverfi, byggingarvöruverslunum og öðrum verslunum sem fólk heimsækir yfirleitt akandi, af því að þetta er úthverfi,“ segir Ásdís frá, mæli hennar snúið norðlenskum framburði íslenskum sem fjöldi ára í Noregi hefur ekki knúið til kyrrðar.

… að smávöruverslanir ættu heima í verslunarmiðstöðvum inni í hverfum eða í miðbæjum. Líklega svo allir geti þá farið þangað á bílunum sínum og verið umhverfissóðar á einum punkti, ekki mörgum.“

Atli Steinn er ekki par sáttur og segir hann það kostulegt að fólk skilji ekki íslenskt mál og það verða sér til skammar með þessum hætti. Óskar hann eftir að þeir sem vilji drulla yfir aðra í færslum á samfélagsmiðlum beini kröfum sínum annað en að honum.

„Og áfram heldur það, Sigríður Ólafsdóttir opinberar textafræðilegan vísdóm sinn með vísun í helgarviðtal mitt um íslensk hjón í Fredrikstad með sömu gömlu tuggunni og gengur í flestum haturshópum málfarspostulanna á Facebook sem aldrei hafa flett öðrum bókum en tékkhefti. Kostulegt er að fylgjast með þessari nýju möntru fólks sem skilur ekki íslenskt mál, þá er bara hrópað „gervigreind, gervigreind!“ svo minnir á kaldastríðsótta sjöunda og áttunda áratugar síðustu aldar þegar „Rússarnir eru að koma!“ var viðkvæðið um erlendar ógnir, óháð því hvaðan þær komu. Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar í botnlausri fáfræði, skilningsleysi og vanþekkingu á eigin tungu. Mættuð þó gjarnan hætta að beina máttlausu hatri ykkar og nötrandi heift að mér þegar dagleg þörfin til að drulla yfir aðra sækir að ykkur eins og sykurfíkn að barni.“

Atli Steinn endar á að þakka doktor Eiríki Rögnvaldssyni prófessor fyrir að taka upp hanskann fyrir hann í  þessum spjallþræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“