fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Kessler tvíburarnir ákváðu að deyja – Óaðskiljanlegar frá upphafi til enda

Pressan
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvíburarnir Alice og Ellen Kessler eru látnir, 89 ára að aldri. Þær nutu gífurlegra vinsælda sem skemmtikraftar í Þýskalandi á eftirstríðsárunum og komu meðal annars fram með þekktum stjörnum á borð við Frank Sinatra, Fred Astaire og Sammy Davis Jr.

Samkvæmt þýska blaðinu Bild ákváðu systurnar að deyja saman með dánaraðstoð þar sem þær höfðu misst lífsviljann. Eiginleg dánaraðstoð er ólögleg í Þýskalandi, það er að gera slíkt með beinum hætti. Hins vegar eru til grá svæði, svo sem ef aðstoðin felst í því að fólki eru afhent banvæn lyf sem það tekur svo inn sjálft. Systurnar nutu aðstoðar frá þýskum samtökum um dánaraðstoð og höfðu bæði lækni og lögmann hjá sér þegar þær kvöddu í síðasta sinn.

Að sögn vinkonu systranna hafði Ellen fengið væga heilablæðingu fyrir nokkrum vikum. Systurnar ákváðu þá að þeirra tími væri kominn enda vildu þær deyja saman og vildu ekki fyrir nokkra muni flytja á hjúkrunarheimili.

Tvíburarnir sögðu við Bild á síðasta ári að þær vilja vera jarðaðar í sömu úrnunni ásamt ösku móður þeirra og hundsins þeirra, Yello.

Útvarpsstöðin Radio Monte Carlo minnist systranna á Instagram:

„Alice og Ellen Kessler kvöddu eins og þær lifðu – óaðskilanlegar.“

Systurnar voru fulltrúar Vestur-Þýskalands í Eurovision árið 1959 þar sem þær fluttu lagið Heute Abend wollen wir tanzen geh’n.

Þingsályktunartillaga um dánaraðstoð var á dagskrá Alþingis í dag, en þar leggja þingmenn Sjálfstæðisflokks til að dánaraðstoð verði heimiluð á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum