

Hann segir að hjónaband þeirra hafi verið „einn besti tíminn í lífi mínu.“ Fyrrverandi stjörnuhjónin voru gift frá 2000 til 2003.
„Við Angelina skemmtum okkur vel saman. Þetta var einn besti tíminn í lífi mínu, við erum enn mjög góðir vinir,“ sagði Billy við Rolling Stone.
Leikarinn hefur verið giftur sex sinnum en segir að það hafi verið frekar skrýtið hvað samband þeirra vakti mikla athygli.
„Þegar við kynntumst var ég frægari aðilinn í sambandinu. En síðan þegar við byrjuðum saman, af einhverri ástæðu hefur fólk og fjölmiðlar mikinn áhuga á stjörnupörum og við virtumst vera mjög vinsæl,“ sagði hann.
Hann rifjar einnig upp frægan orðróm um að þau hafi verið „vampírur“ en þau gengu bæði um með hálsmen með blóði hvors annars.
„Það var bókstaflega blóðdropi, smá rómantík og ekkert annað en allt í einu vorum við vampírur, áttum heima í dýflissu og drukkum blóð hvors annars,“ sagði hann.