

Hún rifjaði upp stóra augnablikið í færslu á Facebook í tilefni dagsins.
„Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona og markaði upphafið að vegferð sem hefur mótað líf mitt á ótal vegu,“ segir hún.
Þetta er þó ekki eina ákvörðunin sem hefur mótað líf Lindu.
„Í seinni tíð hefur þó önnur ákvörðun haft mikil og góð áhrif á líf mitt og framtíð: Að skrá mig í nám í lífsþjálfun. Sú ákvörðun umbreytti mér – og opnaði dyr að starfi sem ég hef ástríðu fyrir og framtíð sem ég skapa mér sjálf á hverjum degi,“ segir hún og auglýsir að hún sé búin að opna skráningu fyrir næsta hóp nemenda í Lífsþjálfaskólanum sem hún rekur.
Linda hefur haldið úti hlaðvarpinu Podcastið með Lindu Pé um árabil. Í sumar gaf hún út þátt þar sem hún ræddi opinskátt um sambönd, fordóma, breytingar og hvernig sumir vinir þola illi velgengni annarra.
„Og svo náttúrulega annað sem að gerist líka, að þegar þér fer að vegna vel, þá kemstu virkilega að því hverjir eru raunverulegir vinir af því að það er oft talað um að þú komist að því hverjir eru raunverulegir vinir þegar þú gengur í gegnum erfiðleika og ég trúði því líka að þú kæmist að því þegar þú gengur í gegnum erfiðleika en reynsla mín er núna seinustu ár að þú kemst eiginlega ennþá betur að því hverjir eru raunverulega vinir þínir þegar þú upplifir velgengni. Af því að það eru ekki allir í kringum þig sem að vilja að þér vegni vel og alls ekkert betur en þeim. Þeir vilja ekki sjá ljós þitt skína, þeir hræðast að þá verði þeir í skugganum. Og það eru sumir sem að vilja ekki sjá þá breytingu sem að þú ert að gera því þá sést svo vel að þeir sjálfir hafi ekki gert þessa vinnu,“ sagði hún og bætti við að stundum þurfi maður bara að kveðja vini.
„Svona síðastliðin kannski þrjú ár og ég er nú eiginlega bara að tala um þetta í fyrsta skipti. Ég til dæmis átti vinkonu sem að var búin að vera besta vinkona mín eða sem sagt bara æskuvinkona í rúm fjörutíu ár. Og svo gekk mér eitthvað illa að ná í hana og hún var ekki að svara skilaboðum þar til bara einn góðan veðurdag þá sagði hún mér það bara að hún þyrfti bara pásu því að hún einfaldlega þyldi ekki að sjá mig á samfélagsmiðlum. Og svo var annað miður fallegt sem fylgdi þar á eftir sem ég ætla ekki að hafa eftir hér.“
Lesa meira um þetta hér.