fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. nóvember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóvember er stærsti netverslunarmánuður ársins og jafnframt sá tími þegar netsvikarar láta einna mest að sér kveða. Á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu er að finna sérstök hollráð fyrir almenning gegn netsvikum og þar er jafnframt að vinna sérstakt netsvikapróf sem lesendur geta spreytt sig á.

Prófið inniheldur 16 spurningar til dæmis þessa:

Ef þú færð tölvupóst með skilaboðunum „ÁRÍÐANDI: Reykningurinn þinn er á bið!“ Hvað af eftirtöldum möguleikum er þetta?

  • Vingjarnleg áminning frá fyrirtæki
  • Algeng aðferð sem notuð er í vefveiðasvinDLi til að skapa tilfinningu fyrir brýnni þörf. 
  • Lögmæt tilkynning sem þú ættir að bregðast strax við. 
  • Mistök, þú ættir að hunsa þau. 

Tortryggni mikilvæg

Gústaf Steingrímsson hagfræðingur bendir á í grein sinni að það verði stöðugt erfiðara fyrir almenning að greinA á milli svika og heiðarlegra skilaboða í hinum stafræna heimi. Hann segir að hæfileg tortryggni sé öflugt vopn til að takmarka hættuna á fjárhagslegum skaða á netinu. Hann setur fram fjölda hollráða til að varast netsvik, sum eru almenna eðlis, önnur snerta sérstaklega netverslun og enn önnur snúast um svik með netpósti, síma og SMS. Hér eru tvö mikilvæg dæmi sem snúast um SMS:

„Mörg SMS skilaboð þarfnast sérstakrar varúðar. Ef þú færð slík skilaboð frá stofnunum eða fyrirtækjum eins og Skattinum, Lögreglunni eða Póstinum er best að grennslast nánar um það með því að hringja í viðkomandi og ganga úr skugga um að svikarar séu ekki þarna að baki. Svikarar hafa verið að villa á sér heimildir með því að nota þekktar stofnanir hér á landi til þess að svíkja fólk.“

„Ekki smella á hlekki sem koma úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Ef þú þekkir númerið er lang öruggast að hringja í viðkomandi aðila til þess að fá staðfest að ekki sé um svik að ræða.“

Varðandi netverslun er mikilvægt að hafa í huga að ef tilboð eru of góð til að vera sönn þá eru þau langoftast svik.

Við hvetjum lesendur eindregið til að lesa grein Gústafs hér og tileinka sér ráð gegn sífellt vaxandi og lúmskari netsvikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“