fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. nóvember 2025 15:30

Snorri Másson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Björg Gunnarsdóttir, annar ritstjóra Vísis, hefur tilkynnt að í ljósi umræðunnar um mynd af Snorra Mássyni, varaformanni Miðflokksins í dag, hafi miðilinn ákveðið að skipta um mynd. Umræðan hafi farið í að snúast um myndina en ekki fréttina. Segir Erla Björg engin annarleg sjónarmið liggja í vali á myndinni.

„Varðandi myndbirtingu á Vísi

Með grein um Snorra Másson sem birtist á Vísi í dag var valin mynd af honum að fagna kjöri sem varaformaður Miðflokksins á nýlegu landsþingi. Á því augnabliki hélt hann á barni sínu undir dynjandi lófataki og var barnið því á öllum myndum Vísis af þessari sigurstundu. Myndin var ekki valin með önnur sjónarmið í huga en þau að sýna Snorra í nýju og stærra hlutverki á hans pólitíska ferli.

Í ljósi þess að umræðan er farin að snúast meira um myndina en efni greinarinnar þá höfum við, með tilliti til hagsmuna barnsins, kosið að skipta um mynd. Skiptir þá engu þótt myndin hafi áður birst í fréttum og Snorri sjálfur deilt henni á samfélagsmiðlum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Í gær

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Í gær

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“
Fréttir
Í gær

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Í gær

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins