fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltatímaritið FourFourTwo spáði því árið 2021 hvernig byrjunarlið Englands myndi líta út á heimsmeistaramótinu 2026 og er áhugavert að skoða það í dag.

England er þegar komið á mótið en undankeppninni er þó ekki lokið. FourFourTwo spáði því að bæði Trent Alexander-Arnold og Mason Mount yrðu í byrjunarliðinu á HM, en hvorugur þeirra er í hópi Tuchels fyrir komandi leiki. Alexander-Arnold hefur átt erfitt uppdráttar hjá Real Madrid eftir flutninginn frá Liverpool og Mount er ekki valinn eftir erfiðan tíma hjá Manchester United.

Þeir sem tímaritið spáði rétt til um eru Marc Guehi, Declan Rice, Jude Bellingham, Bukayo Saka og Phil Foden, en allir eru líklegir til að vera hluti af byrjunarliðinu í Norður-Ameríku næsta sumar ef þeir haldast heilir.

Að sama skapi spáði tímaritið því að Dean Henderson yrði markvörður Englands, fram yfir Jordan Pickford. Það er ólíklegt en allar líkur á að Henderson fari þó með sem varamarkvörður.

FourFourTwo tippaði einnig á að Ben White, Ryan Sessegnon og Mason Greenwood yrðu í byrjunarliðinu, sem virðist nú mjög ólíklegt. White hefur ekki verið í landsliðshópi síðan í mars 2024, Sessegnon hefur aldrei leikið A-landsleik og Greenwood er ekki í myndinni hjá Tuchel.

Svona spáði FourFourTwo því að liðið yrði:

Dean Henderson

Trent Alexander-Arnold
Ben White
Marc Guehi
Ryan Sessegnon

Declan Rice
Jude Bellingham
Mason Mount

Bukayo Saka
Mason Greenwood
Phil Foden

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana