fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 09:30

Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Örn Sigurðsson, fyrrum bæjarfulltrúi í Garðabæ, segir hugmyndir um mögulega sameiningu Garðabæjar og Grindavíkur gæti orðið „eitt metnaðarfyllsta verkefni sveitarstjórnarmála á Íslandi næstu ár og jafnframt lagt grunn að nýju og öflugu sveitarfélagi á sunnanverðum Reykjanesskaga.“

Samtal átt sér stað við bæjarstjórana

Þetta kemur fram í aðsendri grein Kjartans í Morgunblaðinu í morgun en þar segir hann að hugmyndin hafi fengið aukinn hljómgrunn á undanförnum mánuðum. Rætt hafi verið um hana á íbúafundum í Garðabæ og samtal átt sér stað við bæjarstjóra beggja sveitarfélaga.

Kjartan Örn þekkir nokkuð til slíkra sameininga en hann átti sæti í sameiningarnefnd þegar Garðabær sameinaðist Álftanesi á sínum tíma. Segir hann í greininni að hugmyndir um sameiningu Garðabæjar og Grindavíkur séu bæði metnaðarfullar og viðkvæmar en hafi raunhæfan efnahaglegan og samfélagslegan grundvöll ef vel verði staðið að undirbúningi.

Kjartan Örn Sigurðsson
Kjartan Örn Sigurðsson

Garðabær og Grindavík eiga landamæri á Reykjanesi og bendir Kjartan á að fjöldi Grindvíkinga hafi sest að í bænum eftir hamfararnir í heimabænum.

„Sameinað sveitarfélag myndi mynda samfellt byggðasvæði frá Álftanesi að Reykjanesi og tengja höfuðborgarsvæðið við sjávarútvegsmiðstöð Suðurnesja. Slík heild gæti orðið eitt af efnahagslega sterkustu sveitarfélögum landsins,“ skrifar Kjartan Örn.

Sameinað sveitarfélag yrði með yfir 21 þúsund íbúa og bendir bæjarfulltrúinn fyrrverandi á að reynslan af sameiningu Garðabæjar og Álftaness sýni að stærri sveitarfélög veiti almennt hagkvæmari og faglegri þjónustu.

Kjartan Örn tiltekur síðan helstu rökin fyrir sameiningu sveitarfélaganna:

1. Efnahagsleg og stjórnsýsluleg samlegð: Grindavík fær stöðugleika og faglega stjórnsýslu; Garðabær fær hafnaraðgang og nýja tekjulínu.

2. Félagsleg samheldni: Margir Grindvíkingar eru þegar hluti af samfélagi Garðabæjar í reynd; sameiningin væri formfesting á þeirri þróun.

3. Tækifæri til endurreisnar: Sameinað sveitarfélag gæti orðið tákn um samstöðu og nýtt upphaf fyrir Grindavík.

4. Hagræðing og betri þjónusta: Stærri eining nýtir mannauð, fjármagn og tækni betur.

5. Samgöngur og skipulag: Tengingin milli Garðabæjar og Grindavíkur myndi styrkja suðvesturhornið sem samfellda byggð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra