fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, birti grein á Vísir.is í gær í tilefni viku íslenskrar tungu. Í greininni fór hann yfir ýmsar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir varðandi viðhald og varðveislu tungunnar en var almennt bjartsýn á stöðu tungumálins. Hann skrifar til dæmis:

„Staða íslenskrar tungu er að mörgu leyti mjög sterk þótt hún sé ekki töluð af ýkja mörgum. Almennur vilji virðist vera í samfélaginu til að tjá sig á íslensku á öllum sviðum og við höfum á að skipa stofnunum og einstaklingum sem hlúa að henni og vilja veg hennar sem mestan.“

Ennfremur kynnti hann áform um aðgerðaáætlanir stjórnvalda í málefnum íslenskrar tungu. Um þetta segir hann meðal annars:

„Í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti er vinna hafin við undirbúning næstu aðgerðaáætlunar í málefnum íslenskrar tungu. Ráðuneytið mun í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneyti útfæra aðgerðir sem styðja og styrkja íslenska tungu á víðum vettvangi, jafnt í skólakerfinu sem úti í samfélaginu. Vilji minn stendur til þess að halda áfram að huga að stöðu íslenskunnar meðal barna og ungmenna en mér finnst líka áríðandi að við vekjum áhuga fólks á öllum aldri á íslenskri tungu og þá er ég líka að hugsa um lestur fullorðinna. Það er áhyggjuefni að bóklestur sé að verða jaðaríþrótt á Íslandi. Á því munum við taka í nýrri bókmenntastefnu sem von er á næsta vor. Við höfum þegar hafið undirbúning hennar með því að láta gera úttekt á íslenskum bókamarkaði sem von er á í febrúar.“

Þrátt fyrir að Logi bendi á ýmsar úrbætur í grein sinni þykir Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus, vera holur hljómar í máli ráðherrans. Hann deilir greininni í FB-hópnum Málspjalli og fer um hana nokkrum orðum. Yfirskrift greinar Loga er „Er íslenskan sjálfsagt mál?“ og segir Eiríkur Loga horfa framhjá meginforsendunni fyrir því að hægt sé að svara spurningunni játandi. Eiríkur skrifar:

„Í tilefni af viku íslenskrar tungu skrifar háskóla-, nýsköpunar- og menningarráðherra grein með titlinum „Er íslenskan sjálfsagt mál?“ Þótt hægt sé að taka undir flest sem þar er sagt er athyglisvert að ráðherrann víkur ekki einu orði að meginforsendunni fyrir því að hægt sé að svara spurningunni játandi á sannfærandi hátt – sem sé þá að við sköpum þeim sem setjast hér að fjárhagsleg og félagsleg skilyrði til að læra íslensku, hvetjum þau til þess, og sjáum þeim fyrir vönduðu námsefni, nægum fjölda námskeiða, og góðri kennslu. Hann nefnir ekki heldur að ríkisstjórnin sem hann situr í stefnir einmitt í þveröfuga átt með verulegum niðurskurði fjár til kennslu í íslensku sem öðru máli. Það er því býsna holur hljómur í játandi svari ráðherrans við sinni eigin spurningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Í gær

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Í gær

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni