fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 19:30

Gistiskýlið við Grandagarð. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir sem flokkast sem sérstaklega hættulegar.

Annars vegar er hann sakaður umað hafa kastað glerglasi í andlit manns á fimmtugsaldri í gistiskýlinu að Grandagarði 1a í Reykjavík. Atvikið átti sér stað sunnudaginn 1. desember árið 2024. Glasið brotnaði og brotaþoli hlaut skurð á kjálka.

Hin árásin, átti sér stað nokkru fyrr, eða laugardagsmorguninn 4. maí 2024, í búsetukjarna fyrir geðfatlaða að Miklubraut. Er ákærði sakaður um að hafa ráðist á mann á fertugsaldri inni í herbergi brotaþolans, slegið hann ítrekað, meðal annars með áhaldi, í andlit, háls og fætur, með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut yfirborðsáverka á augnloki og augnsvæði, á nefi, á vör og í munnholi, blóðnasir, og opið sár á tá.

Fyrir hönd síðarnefnda brotaþolans er krafist miskabóta að fjárhæð 1,5 milljónir króna.

Aðalmeðferð verður í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur á morgun, fimmtudaginn 13. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dóra Björt hætt við: „Þetta hefur valdið meiri skjálfta innan flokksins en ég hefði viljað”

Dóra Björt hætt við: „Þetta hefur valdið meiri skjálfta innan flokksins en ég hefði viljað”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Svangur og ósáttur eftir samlokukaup á Grill66 – „Það er eins og skinkan og kálið vilji ekki vera þarna“

Svangur og ósáttur eftir samlokukaup á Grill66 – „Það er eins og skinkan og kálið vilji ekki vera þarna“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla