fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Eyjan
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmaður og heilbrigðisráðherra, verður væntanlega kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fer fram fljótlega eftir næstu áramót. Í gær staðfesti hann við fjölmiðla að hann hefði til alvarlegrar skoðunar að gefa kost á sér til embættis formanns en Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni þá draga sig í hlé. Vitað er að Willum hefur mikinn stuðning innan flokksins til að takast þetta embætti á hendur. Stuðningur hans er einkum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu en langflestir fulltrúar á flokksþinginu koma af höfuðborgarsvæðinu.

Orðið á götunni er að Willum njóti bæði vinsælda og virðingar og geti orðið öflugur formaður Framsóknar sem er í djúpum öldudal eftir síðustu kosningar þegar flokkurinn fékk minnsta fylgi sem honum hefur hlotnast í meira en hundrað ára sögu sinni. Framsókn hefur nú einungis fimm þingmenn og engan af höfuðborgarsvæðinu. Taki Willum við formennsku þarf hann að fást við það vandamál að gegna formennsku en eiga ekki sæti á Alþingi. Við það verður hann einfaldlega að fást og bíða næstu kosninga sem verða í síðasta lagi eftir þrjú ár.

Í Alþingiskosningunum á síðasta ári missti Framsókn mikið fylgi og þingmönnum flokksins fækkaði um átta. Flokkurinn galt afhroð. Þrír sitjandi ráðherrar féllu í kosningunni, þau Willum, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Alfreðsdóttir en hún hefur gefið sterklega til kynna að hún gæti hugsað sér að taka við formennsku í flokknum eftir að hafa gegnt varaformennsku um árabil. Innan flokksins er ekki mikil stemning fyrir frekari framgöngu hennar. Talið er að Lilja njóti stuðnings í norðurkjördæmunum tveimur en miklu síður á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.

Formanni og varaformanni Framsóknar er öðrum fremur kennt um þá erfiðu stöðu sem flokkurinn kom sér í með aðild að vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur í sjö ár. Sigurður Ingi hefur þegar tilkynnt að hann muni víkja og ekkert bendir til þess að Lilja gæti snúið erfiðri stöðu flokksins til betri vegar yrði hún formaður. Þó að Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Guðni Ágústsson styðji Lilju með ráðum og dáð þá mun það ekki duga til.

Willum Þór þótti öflugur og laginn ráðherra og hann hefur einnig notið velvildar og virðingar í þinginu, bæði frá samflokksmönnum og þingmönnum annarra flokka. Orðið á götunni er að verði hann kjörinn formaður Framsóknar megi ætla að líkur aukist á því að flokkurinn gæti komist í ríkisstjórn með miðjuflokkum því að Willum þykir hófsamur stjórnmálamaður og er ekki hallur undir öfgahægri stefnu sem ýmsir aðrir daðra við.

Fyrr á þessu ári var Willum kjörinn forseti Íþróttasambands Íslands með fáheyrðum yfirburðum. Hann hlaut 106 atkvæði af 145 en fimm frambjóðendur voru í kjöri, þar á meðal Magnús Ragnarsson, áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, sem hlaut einungis stuðning sex þingfulltrúa. Orðið á götunni er að yfirburðakosningu Willums á þingi ÍSÍ hafi mátt skilja sem vísbendingu um að hann ætti stuðning vísan ef hann sæktist eftir áframhaldandi frama á sviði stjórnmálanna.

Verði Willum Þór Þórsson kjörinn næsti formaður Framsóknar má gera ráð fyrir því að endurreisn flokksins geti hafist í hægum en öruggum skrefum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna