fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugi á gervigreind meðal eldri borgara hefur reynst gríðarlegur. Um 560 manns hafa nú þegar sótt námskeið Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) og hátt í 100 eru á biðlista eftir að komast að í næstu lotu.

„Aðsóknin hefur verið mikil og vonum framar,“ segir Dýrleif Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík. „Þetta sýnir að eldra fólk hefur mikinn áhuga á að nýta nýjustu tækni og læra hvernig hún getur bætt daglegt líf. Gervigreind getur hjálpað til við skipulag, fræðslu og sköpun og hún er í raun fyrir alla.“

Stefán Atli Rúnarsson, kennari námskeiðsins og sérfræðingur í gervigreind, hefur þróað efnið sérstaklega fyrir félagsmenn FEB.

„Við leggjum áherslu á að gera gervigreindina aðgengilega og gagnlega,“ segir Stefán. „Þátttakendur læra að nota verkfæri eins og ChatGPT til að einfalda daglega hluti, skrifa texta, búa til myndir og jafnvel tónlist. Það er ótrúlegt að sjá hversu fljótt fólk tileinkar sér tæknina þegar hún er útskýrð á mannamáli.“

Fullur salur af áhugasömum nemendum.

Stefán hefur einnig haldið námskeið fyrir Félag eldri Borgara í Garðabæ, og væntanleg eru námskeið fyrir Félög eldri Borgara í Kópavogi, Akranesi og Hafnarfirði.

Námskeiðið er hluti af fræðsluátaki FEB sem miðar að því að efla stafræna hæfni og forvitni félagsmanna.

FEB vinnur nú að því að fjölga námskeiðum árið 2026 til að mæta mikilli eftirspurn. FEB stendur fyrir fjölda námskeiða fyrir félagsmenn sína og er námskeiðið um gervigreind aðeins eitt af mörgum. Í haust hélt FEB nokkur námskeið um netöryggi sem samtals á fjórða hundrað félagsmanna sóttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“