fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. nóvember 2025 11:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mörgum eru klementínur frá framleiðandanum Robin ómissandi í aðdraganda jólanna og um jólin. DV hafa borist ábendingar um að þessi vinsæla tegund verði ekki fáanleg í verslunum landsins fyrir þessi jól. Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana ehf, sem hafa flutt inn Robin klementínur í gegnum árin, staðfestir þetta og er ástæðan uppskerubrestur í framleiðsluhéraðinu vegna flóða.

Jóhanna segir í svari sínu við fyrirspurn DV um málið að orsökin liggi í uppskerubresti sem varð vegna flóða í Valencia á Spáni á síðasta ári. „Þá verða hinar sívinsælu klementínur því miður ekki í boði fyrir þessi jól,“ segir hún.

„Kementínurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda meðal Íslendinga síðustu fjóra áratugi, ekki síst yfir hátíðarnar, þar sem margir tengja ilm, bragð og jólastemningu við Robin klementínur,“ segir Jóhanna ennfremur en segir þó ekki ástæðu til að örvænta, klementínuilmur mun fylgja jólunum nú sem endranær:

„Við getum þó glatt landsmenn með því að tilkynna að mandarínur frá öðrum ræktendum í Valencia héraðinu eru á leiðinni í verslanir Bónus og Hagkaup í lok nóvember í sambærilegum gæðum og Robin. Enginn þarf því að missa af klementínuilminum sem fylgir jólunum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Í gær

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“