

Trainor skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 með slagaranum All About That Bass.
Undanfarið hefur söngkonan grennst en aðdáendum finnst hún hafa grennst það mikið að hún sé óþekkjanleg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem myndir af henni fara í dreifingu um netheima og aðdáendur ræða um breytinguna á henni.



„Hún er greinilega ekki „all about that bass“ lengur,“ sagði einn aðdáandi hennar í sumar og var þá að vísa í lagið hennar, en það fjallar um líkamsímynd og að elska sig í alls konar líkama. Hún syngur meðal annars í laginu: „You know I won’t be no stick-figure, silicone Barbie doll.“
Trainor, 31 árs, hefur verið opin um þyngdartap sitt og að hún sé á þyngdarstjórnunarlyfinu Mounjaro.