fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Píeta-samtökin fá 35 milljóna króna styrk

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. nóvember 2025 12:40

Frá undirritun samkomulagsins. Alma D. Möller, Hjálmar Karlsson og Gunnhildur Ólafsdóttir. Mynd/Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðuneytið og Píeta-samtökin hafa gert með sér samkomulag sem miðar að því að styrkja starf samtakanna til að vinna gegn sjálfsvígum og efla forvarnir og fræðslu vegna sjálfsvígshættu og sjálfsskaða.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir að Alma D. Möller heilbrigðisráðherra, og Hjálmar Karlsson og Gunnhildur Ólafsdóttir fyrir hönd Píeta-samtakanna, hafi undirritað samkomulagið í liðinni viku sem kveður á um 35 milljóna króna styrk ráðuneytisins til Píeta.

„Starfsemin er einkum tvíþætt. Annars vegar að veita fyrstu hjálp, þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og vera brú í úrræði fyrir þá sem leita til samtakanna. Hins vegar að vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi, m.a. með því að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar í samfélaginu um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga og sjálfsskaða,” segir á vef Stjórnarráðsins.

Fram kemur að Píeta veiti meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða og stuðning við aðstandendur þeirra og aðstandendur sem hafa misst. Þjónustan er fyrir 18 ára og eldri og er gjaldfrjáls. Píeta-samtökin reka líka hjálparsíma sem er alltaf opinn (sími 552-2218) og veita ráðgjöf, bóka í viðtal eða vísa í önnur úrræði sé þess þörf.

Meðferðaraðilar Píeta eru allir með viðurkennt starfsleyfi landlæknis á sviði geðheilbrigðis; sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir.

„Starfsemi Píeta-samtakanna er gríðarlega mikilvæg til að sporna við þeim alvarlega lýðheilsuvanda sem um ræðir. Hjá samtökunum er greitt aðgengi að þjónustu, hún er fagleg og hún er gjaldfrjáls. Áhrifaríkar sjálfsvígsforvarnir stuðla að því að þau sem þurfa aðstoð fái viðeigandi stuðning á öllum stigum, eins og kemur skýrt fram í aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi sem tekur til áranna 2025-2030. Ég tel vel varið fjármagni sem styður við starf Píeta og það er jafnframt í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum og að auka aðgengi að þjónustu“ segir Alma D. Möller á vef Stjórnarráðsins.

Sími Píeta-samtakanna (s. 552 2218) er opinn allan sólarhringinn. Einnig má benda á Hjálparsíma Rauða krossins (1717). Í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Í gær

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila