fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. nóvember 2025 12:46

Auðmaðurinn Jóhann Haukur er að gefast upp á Íslandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Haukur Gunnarsson, sem var með tekjuhærri mönnum landsins, á síðasta ári hefur fengið nóg af skattheimtu íslenskra yfirvalda og segist vera að íhuga að flytja af landi brott. Jóhann var með árstekjur upp á 120.898.660 krónur í fyrra sem skilaði honum í 370. sæti á Hátekjulista Heimildarinnar.

„Ég hef borgað allt of mikið í skatta og fengið gott sem ekkert í staðinn. Ég er korter frá því að flytja héðan. Hvað gerist þegar brain & tax drain fer að eiga sér stað á massavís?,“ spyr Jóhann í færslu á Twitter sem Mannlíf fjallaði fyrst um.

Færsla Jóhanns, sem starfaði um tíma hjá CCP og sat í stjórn Pírata í Reykjavík, vakti mikla athygli og brást hann við því með annarri færslu þar sem hann útskýrði mál sitt frekar.

„Ef ég í minni stöðu er að upplifa ákveðna uppgjöf á að vera hérna. Hvernig eru þá yngri menn og drengir að upplifa það? Þetta er ekki bara kostnaðurinn og skattarnir, eða skortur á þjónustu, heldur upplifun af óþoli, jafnvel hatri, gegn okkur sem við höfum fengið að mæta og þola árum saman og ekki mátt tala um. Á sama tíma eru karlmenn annarstaðar frá teknir inn í massavís umfram konur og börn,“ skrifaði Jóhann og lét fylgja með hlekk á heimasíðu Hagstofu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Í gær

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila