fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. nóvember 2025 13:44

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld hafa staðið yfir í dag yfir Degi Þór Hjartarsyni vegna stunguárásar við Mjódd þann 11. júlí síðasta sumar. Dagur Þór er ákærður fyrir tilraun til manndráps og neitar þar sök. Hann viðurkennir að hafa stungið brotaþola í öxlina með hnífi en segir að það hafi alls ekki vakað fyrir honum að bana manninum, heldur hafi hann stungið til að losna úr óbærilegum og ógnandi aðstæðum, og valið stungustað sem hann taldi ekki vera lífshættulegan.

Sjá einnig: Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Dagur Þór hefur sjálfur kært brotaþolann, sem er maður um fertugt, fyrir árás á sig, en brotaþoli sló hann í jörðina áður en Dagur greip til hnífsins.

Vitnisburðir beggja og myndbandsupptökur sem voru spilaðar í réttarsal draga upp mynd af tveimur hræddum mönnum sem virðast hafa brugðist með ofbeldi við aðstæðum þar sem þeir töldu sér ógnað. Lögð voru fram við dóminn og spiluð myndbönd sem sýna önnur sjónarhorn og varpa skýrari mynd á atvikið en það myndband af árásinni sem hefur verið í umferð og birst í fjölmiðlum.

Kylfa og vasahnífur

Brotaþoli bar vitni á eftir Degi Þór í morgun. Myndband sem leikið var í réttarsal sýnir Dag Þór ganga aftan að brotaþoli þar sem brotaþoli stendur við mótorhjól sitt og var að veipa. Dagur Þór ætlaði að sögn að ná í eigur sínar, þar á meðal farsíma, sem lágu í jörðinni þar sem brotaþoli stóð.

Brotaþoli sneri sér snöggt við og sló Dag Þór niður. Hann stóð síðan á fætur og mennirnir dönsuðu hvor í kringum annan og höfðu í hótunum. Brotaþoli lýsti því að hann hafi fyllst skelfingu þegar hann sá Dag Þór koma að sér, sérstaklega af því hann var með stóran hníf í buxnastrengnum. Þess vegna hafi hann slegið Dag Þór. Hafi hann síðan margbeðið hann um að fara og láta sig í friði.

Verjandi Dags Þórs, Sævar Þór Jónsson, benti brotaþola á að fyrstu viðbrögð hans hefðu verið að slá ákærða niður. Hann spurði hann hvers vegna hann heyrist ítrekað segja „Komdu, komdu“ á myndbandinu og gaf brotaþoli engar sérstakar skýringar á því. Hann lýsti því hins vegar að hann hafi oft orðið fyrir áreitni í tengslum við mótorhjólið sitt og fólk hafi reynt að taka það traustataki, meðal annars einu sinni fyrir utan Hagkaup Skeifunni. Honum heyrðist Dagur Þór krefja hann um kveikjuláslykilinn að hjólinu, en Dagur Þór segist eingöngu hafa viljað ná í sitt eigið dót sem lá hjá manninum. Hann hafi hins vegar spurt hvort lykill gengi að hjólinu.

Brotaþoli viðurkenndi að hann hefði beitt kylfu í átökunum en kannaðist ekki við að hafa tekið upp hníf. Hann sagðist hafa verið með vasahníf á sér vegna þess að sá hnífur sé alltaf í úlpunni sem hann klæddist þennan dag. Á myndbandinu sem spilað var í réttarsal sést brotaþoli hins vegar halda á hnífnum. Sagðist hann vera að sjá þetta í fyrsta skipti og í brotakenndu minni sínu af atburðum hafi hann ekki borið hnífinn. Sagðist hann fyrst hafa tekið upp hnífinn þegar Dagur Þór var búinn að stinga hann í öxlina.

Segist óska Degi Þór alls hins besta

Brotaþoli sagðist óska Degi Þór alls hins besta í framtíðinni en sagðist vonast til að hann breytti um hugsunarhátt, að hann teldi sig ekki framar hafa rétt til að svipta annan mann lífi.

Hann segist stríða við langvarandi andlega og líkamlegar afleiðingar af árásinni. „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum,“ sagði hann. Segist hann glíma við langvarandi áfallastreitu og líkamlegur bati sé hægur. Áverkum var lýst svo í ákæru málsins:

Við atlöguna hlaut brotaþoli lífshættulegan stunguáverka sem gekk niður í brjósthol hans, með þeim afleiðingum að hann hlaut loftbrjóst, blóðbrjóst, mar á hægra lunga og mikið loft í mjúkvefjum á hálssvæði hægra megin og þar í kring, auk slagæðablæðingar og áverka aftan við tvö rifbein.

Segist brotaþoli daglega stíga hænuskref í átt til líkamlegs og andlegs bata og þar skipti sköpum að hann njóti mikils stuðnings fjölskyldu sinnar. Hann hefur krafið Dag Þór um fimm milljónir í miskabætur vegna árásarinnar og þrjár milljónir í skaðabætur, samtals átta milljónir.

Dómur verður kveðinn upp í málinu innan fjögurra vikna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varahéraðssaksóknari handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og gisti í fangageymslu

Varahéraðssaksóknari handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og gisti í fangageymslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnarfjarðarbær mátti afturkalla úthlutun lóðar þegar uppbygging hófst ekki innan tilskilins tíma

Hafnarfjarðarbær mátti afturkalla úthlutun lóðar þegar uppbygging hófst ekki innan tilskilins tíma
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs