

Fyrrum enska landsliðs og Chelsea-maðurinn Joe Cole lenti á sínum tíma í sérkennilegu og óvæntu atviki sem síðar komst í sviðsljósið í sjálfsævisögu fyrirsætunnar Keeley Hazell.
Hazell, sem var ein þekktasta „Page 3“ fyrirsæta Bretlands á árunum í kringum 2005–2010, lýsti því hvernig Cole endaði sofandi í rúmi hennar eftir skemmtikvöld í London árið 2006.
Cole hafði verið að fagna 2-1 sigri Chelsea í FA bikarnum þegar leikmenn liðsins fengu nokkra daga frí. Hann og John Terry hittu félaga sína Bobby Zamora og Anton Ferdinand í West End og þar hittu þeir hóp af fyrirsætum, þar á meðal Keeley Hazell.
Samkvæmt frásögn Hazell var Cole mjög ölvaður og illa staddur þegar kvöldinu lauk. Hún sagði að hann hefði misst veskið sitt og ekki getað sagt til um heimilisfang sitt, aðeins svarað: „England.“

Hazell ákvað að skilja hann ekki eftir á götu og tók hann með sér heim til þess að tryggja að hann yrði ekki einn og varnarlaus.
Hún hjálpaði honum í rúm og lét hann drekka vatn til að ná sér. Málið flæktist þó þegar kærasti Hazell á þeim tíma, Theo, kom óvænt heim.
Eftir að hann uppgötvaði Cole sofandi í svefnherberginu kom til slagsmála milli þeirra. Hazell lýsir átökunum sem harkalegum og segir hún að Cole að lokum hafa sloppið út úr íbúðinni og horfið.
Hazell segir í bók sinni að atvikið hafi verið bæði vandræðalegt og stressandi, og að hún hafi ekki talið Cole hafa gert nokkuð rangt, hann hafi einfaldlega verið of ölvaður og þurft aðstoð.
Cole hefur ekki tjáð sig opinberlega um frásögnina. Atvikið kom upp á tímabili þar sem hann var fastamaður hjá Chelsea og á leið í HM með enska landsliðinu.