fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. nóvember 2025 10:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur Þór Hjartarsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstungu við Mjódd þann 11. júlí á þessu ári, segist ekki hafa ætlaði að bana brotaþola í málinu. Hann hafi brugðist við í sjálfsvörn og ákveðið að stinga manninn í öxlina til að losna úr óbærilegum aðstæðum. 

Sjá nánar um vitnisburð Dags Þórs neðar í fréttinni. 

Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir Degi Þór Hjartarsyni, 27 ára gömlum manni, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps gegn rúmlega fertugum manni.

Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara stakk Dagur Þór manninn með 28 cm löngum hnífi í hægri öxl eftir að hafa reynt að stinga hann í síðuna, beint ofan við viðbein. Við atlöguna hlaut brotaþoli lífshættulegan stunguáverka sem gekk niður í brjósthol hans, með þeim afleiðingum að hann hlaut loftbrjóst, blóðbrjóst, mar á hægra lunga og mikið loft í mjúkvefjum á hálssvæði hægra megin og þar í kring, auk slagæðablæðingar og áverka aftan við tvö rifbein.

Málið vakti mikla athygli í sumar en árásin átti sér stað í Mjóddinni, fyrir utan verslun Nettó, föstudagskvöldið 11. júlí. Var brotaþolinn fluttur alvarlega slasaður á slysadeild en á þriðjudeginum var tilkynnt um að hann væri úr lífshættu, en væri enn þungt haldinn.

Vegfarandi myndaði hluta af aðdraganda árásarinnar og árásina sjálfa. Ljóst er af myndbandinu að brotaþolinn gaf árásarmanninum ekkert eftir í fjandskap og stóryrðum, en myndbandið er hér að neðan.

Stunguárás
play-sharp-fill

Stunguárás

Við þingfestingu málsins þann 15. október neitaði Dagur Þór sök. Spurður um afmörkun þeirrar afstöðu sagði verjandi hans, Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður, að neitun sakar ætti sér rætur í upphafi málsins þar sem brotaþoli hefði ráðist á skjólstæðing hans. Fyrir liggi myndbandsgögn sem styðji það. Tekið skal fram að fleiri myndbandsgögn eru í málinu en það myndband sem birtist með þessari frétt. Sævar Þór benti á að skjólstæðingur hans hefði kært brotaþola fyrir líkamsárás. Samkvæmt ummælum Sævars Þórs og viðbrögðum saksóknara er talið að ákæra gegn brotaþola í málinu sé líkleg.

Fyrir hönd brotaþolans er krafist fimm milljóna króna í miskabætur og þriggja milljóna króna í skaðabætur, samtals átta milljóna króna. Í bótakröfu kemur fram að brotaþolinn varð fyrir varanlegu líkamstjóni í kjölfar árásarinnar.

Mynd: DV/KSJ

Taldi stunguna ekki verða lífshættulega

Í ákæru er Dagur sakaður um að hafa ætlað að stinga brotaþolann í síðuna en hafi stungið hann í öxlina. Dagur segist eingöngu hafa ætlað að stinga manninn í öxlina og það hafa verið neyðarúrræði til að losna úr hættulegum aðstæðum og hafi hann metið það svo að stunga í öxlina yrði ekki lífshættuleg.

„Ég ætlaði alls ekki að drepa hann, ég var að reyna að stinga hann í öxlina,“ var meðal þess sem Dagur Þór sagði er hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Ég ætlaði að hitta félaga minn en man ekki alveg aðdagandann en allt í einu fæ ég högg í andlitið og vankast við það,“ sagði Dagur Þór og sagði jafnframt að brotaþoli hefði bæði verið vopnaður kylfu og hnífi í átökunum.

Dagur segist ekki muna nákvæmlega hvað brotaþoli var að segja við hann og segist ekki hafa vitað hvers vegna hann hafi kýlt hann.  Hann segist hafa séð að brotaþoli var með kylfu og hafi tekið upp hníf en sett hann niður á einhverjum tímapunkti. Margbað hann brotaþola um að fara og reyndi að losna við hann.

„Það var eins og hann langaði bara að slást við mig en mig langaði ekki að gera það.”

Aðspurður man hann ekki hvenær hann dró sjálfur upp hníf en segist hafa vankast við höggið.

Aðspurður sagðist hann muna eftir því að hafa stungið brotaþolann en „þetta er allt brotum hjá mér,” sagði hann.

Hann sá að hann var með hníf sem hann tók upp á einhverjum tímapunkti, að hann var búinn að berja hann og hann var í andlitinu á honum.

Hann var spurður hvort hann hafi verið viss um að honum tækist að stinga manninn í öxlina og eftir töluvert hik sagðist hann hafa haldið svo vera. „Ég ætlaði bara að reyna að koma honum hjá mér svo ég gæti tekið dótið mitt.”

Var ofsóttur

Verjandi Dags, Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður, spurði Dag hvert erindi hans hefði verið í Mjóddina þennan dag. Sagðist hann hafa komið þangað til að kaupa sér fíkniefni, Hann viðurkenndi að hafa haft meðferðis tösku og henni voru tveir hnífar og reipi. Beitti hann öðrum hnífnum í árásinni. Reipið var hann með vegna þess að hann var með sjálfsvígshugsanir en líðan hans var mjög slæm um þetta leyti. Einnig kom fram að ástand hans er gott í dag og virtist Dagur í góðu jafnvægi í réttarsalnum.

Dagur játaði að hafa tekið fíkniefni daginn áður og verið í fráhvörfum.

Bað verjandi hann um að lýsa betur aðdragandanum að árásinni, sagðist hann hafa séð brotaþola á mótorhjóli en áður en hann vissi af lá hann sjálfur í jörðinni eftir högg frá honum og muni hann síðan atburðarásina bara í brotum.

Verjandi spurði hann hvers vegna hann var vopnaður en hann sagðist hafa verið mjög hræddur við fólk sem ofsótti hann. „Ég var með eitthvert fólk á eftir mér og var mjög paranojaður út af því.” Hann segist áður hafa verið laminn og stunginn og hann hafi því verið mjög hræddur. Þess vegna hafi hann verið vopnaður en hann var með tvo hnífa á sér.

Aðspurður sagðist Dagur hafa kallað á hjálp vegna árásar brotaþola á sig. Segist hann síðan hafa misst stjórn á sér og „fríkað út“.

Sjá einnig: Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Hide picture