fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 11:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli manns sem höfðaði skaðabótamál á hendur Isavia fyrir ólöglega uppsögn í starfi á grundvelli aldurs hans. Manninum var sagt upp hjá fyrirtækinu árið 2020 þegar hann hafði náð 67 ára aldri en Isavia hafði þá sett reglur um lækkun hámarksstarfsaldurs úr 70 árum í 67 ára.

Manninum var sagt upp árið 2020 en og stefndi hann Isavia. Krafðist hann bæði skaðabóta og miskabóta. Taldi hann uppsögn sína vera brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Mismunum á grundvelli aldurs getur verið lögleg ef færð eru málaefnaleg rök fyrir henni og hún er til komin vegna löglegs markmiðs. Isavia breytti reglum um hámarksaldur starfsmanna til að bregðast við samdrætti vegna Covid. Maðurinn taldi það ekki vera ástæður sem gætu réttlætt uppsögn hans á grundvelli aldurs.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Isavia í fyrr af kröfum mannsins á grundvelli þess að ohf-félagi sé heimilt að setja reglur um hámarksaldur starfsmanna ef þær reglur stríða ekki gegn lögum eða samningsbundnum réttindum.

Landsréttur hefur nú snúið við þessum dómi héraðsdóms. Segir m.a. í niðurstöðunni að Evrópudómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að skyldubundinn starfsflok vegna aldurs gangi gegn Evróputilskipun um jafna meðferð einstaklinga óháð aldri. Telur Landsréttur að uppsögn mannsins hafi eingöngu verið byggð á aldri hans. Isavia hafði byggt ákvörðun sína á hugtakinu félagsleg stefnumótun en Landsréttur taldi það ekki vera málefnalega ástæðu fyrir uppsögn mannsins.

Niðurstaða Landsréttar er að Isavia er dæmt til að greiða manninum 3,5 milljónir króna í miska- og skaðabætur. Einnig skal Isavia greiða honum 1,5 milljónir króna í málskostnað.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bónus komið með sushi í verslanir

Bónus komið með sushi í verslanir
Fréttir
Í gær

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir
Fréttir
Í gær

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum