
Maður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni vegna atviks sem átti sér stað á skemmtistað í Reykjavík á árinu 2023.
Maðurinn er sakaður um að hafa farið með hönd sína ofan í buxur konu og gripið í rass hennar.
Konan krefst miskabóta frá manninum að fjárhæð tvær milljónir króna og skaðabóta að fjárhæð 1,5 milljónir, vegna útlagðs sjúkrakostnaðar.
Málið var þingfest þann 23. október við Héraðsdóm Reykjavíkur en þinghald er lokað.