

Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands og stjórnmálafræðingur, og eiginmaður hennar hafa sett íbúð sína á Eiríksgötu í Reykjavík á sölu.
Íbúðin er fjögurra herbergja 92,6 fm íbúð á annarri hæð (efstu hæð) í þríbýlishúsi byggðu árið 1935. „Eiríksgatan okkar fallega er komin á sölu og ef allt gengur upp flytjum við miðbæjarrotturnar okkur í Laugardalinn. Þetta er björt og falleg hæð sem deilir inngangi með íbúðinni fyrir neðan í rólegu þríbýli. Hér hefur okkur liðið vel en komið að næsta kafla,“ segir Freyja í færslu á Facebook.

Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu, borðstofu, hjónaherbergi og tvö önnur svefnherbergi (annað fremur lítið, það hefur verið nýtt sem skrifstofa) og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Í sameign er sér geymsla og sameiginlegt þvottahús. Geymsluloft yfir íbúðinni.

Íbúðin sjálf er skráð 100 fm skv. eignaskiptalýsingu, við það bætist 2,4 fm séreign á stigagangi og 3,8 fm geymsla.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.