
Það sem Tyler vissi ekki var að hann var í samskiptum við lögreglumann og var lögregluembættið í samstarfi við fjölmiðlamanninn Chris Hansen sem er þekktastur fyrir sjónvarpsþætti sína þar sem hann veiðir barnaníðinga í gildru.
Í frétt People kemur fram að Tyler hafi í samskiptunum viðrað áhyggjur sínar af því að stúlkan væri ekki sú sem hún sagðist vera. Tók hann sérstaklega fram að þegar hann hitti hana vildi hann alls ekki að Chris Hansen tæki á móti honum.
Það var svo á dögunum að maðurinn mætti heim til stúlkunnar með pizzu og bankaði upp á. Í stað þess að mæta fjórtán ára stúlkunni sem hann taldi sig eiga í samskiptum við mætti Chris Hansen til dyra.
Í frétt People kemur fram að Tyler hafi verið einn af níu einstaklingum sem handteknir voru í aðgerð lögreglunnar, en allir töldu sig vera í samskiptum við barnunga drengi eða stúlkur.
Chris Hansen vakti fyrst athygli á árunum 2004 til 2007 þar sem hann stýrði þáttunum To Catch á Predator á NBC. Hann stýrir í dag samskonar þætti, Takedown With Chris Hansen, þar sem hann gómar grunaða kynferðisbrotamenn í samvinnu við lögreglu.