fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 13:48

Hallgrímskirkja. Mynd: Visit Reykjavík/Facebook. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um frávísun albansks karlmanns frá Íslandi. Sagðist maðurinn meðal annars vera kominn til Íslands í þeim tilgangi að skoða kirkjur landsins en hverjar þeirra hann vildi skoða gat hann engu svarað um ogvildi að öðru leyti litlar upplýsingar veita um fyrirhugaðar dvöl sína á landinu.

Maðurinn kom til landsins í júní síðastliðnum frá Búdapest í Ungverjalandi en var vísað frá landinu daginn eftir. Í athugasemdum við ákvörðun lögreglustjórans um frávísun kom meðal annars fram að eftir tollskoðun hafi lögregla verið kölluð til og hún boðið manninum til viðtals. Manninum hafi þá verið kynntur réttur sinn að leita sér aðstoðar lögmanns á eiginn kostnað. Hafi maðurinn sagst vera kominn til landsins í þeim tilgangi að skoða kirkjur og fara í gufuböð. Aðspurður hafi hann þó ekki getað tilgreint neinar kirkjur sem hann vildi skoða og ekki viljað veita lögreglu nánari upplýsingar um dvöl sína.

Hann hafi sagt allar upplýsingar vera í farsíma sínum án þess að sýna fram á það. Hann hafi ætlað að dvelja á Íslandi í nokkra daga en kvaðst þó ekki muna á hvaða hóteli hann myndi gista. Aðspurður hefði maðurinn sagst vera að ferðast til útlanda í fyrsta skipti og hafi Ísland orðið fyrir valinu sökum kalds loftslags. Hann hefði ekki sagst þekkja neinn á Íslandi. Aðspurður hafi maðurinn sagst starfa við pípulagningar í heimaríki sínu og gerði lögreglu grein fyrir tekjum sínum. Fram kemur að lögreglu hafi grunað að maðurinn bæri fíkniefni innvortis og hafi hann verið fluttur í röntgenmyndatöku en ekki hafi fundist fíkniefni við myndatökuna.

Víst tilgangur

Var manninum loks vísað frá landinu á þeim grundvelli að hann virtist ekki vita hvað ætlaði að gera á landinu og ekki getað sýnt fram á það.

Í kæru mannsins var því mótmælt að hann hefði ekki sýnt fram á tilgang dvalar sinnar á Íslandi. Hann hafi haft nægt fjármagn og hafi sýnt fram á gildan farmiða úr landi að nýju. Hvergi í gögnum málsins komi fram að lögregla hafi rannsakað hvort hann hefði greiðslukort sem veitti honum aðgengi að reiðufé. Vísaði hann til þess að rannsókn lögreglu hefði aðeins tekið hálfa klukkustund og í ljósi verulegra annmarka á rannsókninni bæri að fella ákvörðuina úr gildi.

Í niðurstöðu kærunefndar útlendingamála segir að maðurinn hafi sagst ætla að skoða kirkjur og fara í gufuböð. Hann hafi þó gert takmarkaða grein fyrir fyrirhugaðri dvöl sinni og ekki viljað veita lögreglu nánari upplýsingar. Þá hafi hann ekki getað gert grein fyrir gististað sínum. Maðurinn hafi sagt allar upplýsingar vera vistaðar á farsíma hans en hann hafi þó ekki getað sýnt fram á það, þrátt fyrir fyrirspurnir lögreglu. Í ljósi þessa sé skilyrðum laga um útlendinga um frávísun fullnægt og ákvörðunin því staðfest.

Nefndin segir þó að ákvörðuninni hafi verið að nokkru leyti ábótavant.  Skort hafi á hvaða atvik er vörðuðu manninn hefðu leitt til þesarar niðurstöðu eða þau meginsjónarmið sem voru ráðandi við töku ákvörðunarinnar að undanskildum þeim athugasemdum sem komi fram í ákvörðuninni um að maðurinn hafi ekki getað sýnt fram á tilgang dvalar. Verði því að líta svo á að hinni kærðu ákvörðun hafi ekki fylgt rökstuðningur í skilningi stjórnsýslulaga. Nefndin segir þó að annmarkarnir hafi ekki áhrif á niðurstöðuna og staðfestir því frávísun mannsins.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Það svíður mig að ævistarf sé glæpavætt“

„Það svíður mig að ævistarf sé glæpavætt“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld