fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Fókus
Föstudaginn 31. október 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar á TikTok eru nú margir að missa sig í nýjasta æðinu á þeim miðli. Það kallast fuglakenningin (e. bird theory) og á að sýna fram á hvort maki þinn hlustar á þig eða ekki.

Kenninguna má rekja allt aftur til ársins 2023 til notanda sem kallar sig Alyssa. Hún kallaði þetta fuglakenninguna, eða fuglaprófið, sem geti sýnt fram á hvort ástarsamband sé sterkt eða ekki. Til að framkvæma þetta próf þarft þú að nefna eða benda á eitthvað hversdagslegt og kannski smá ómerkilegt, til dæmis fugl sem þú sást sitja á grein. Markmiðið er að makinn svari með einlægri forvitni, svo sem með því að spyrja hvar eða hvenær þú sást fuglinn.

@alyssacardibBird test

♬ original sound – Lyss Lyss

„Þetta er gott merki um að sambandið eigi eftir að endast til lengri tíma,“ sagði Alyssa í myndbandi sínu. Núna, tveimur árum eftir að Alyssa birti myndband sitt, hefur fuglakenningin fengið byr undir báða vængi. Netverjar deila myndböndum þar sem þeir kanna hvort makar þeirra standist fuglaprófið. Einn þeirra er Alex sem ákvað að prófa þetta á manninn sinn.

„Ég sá fugl í dag,“ sagði Alex við manninn sinn sem stóðst prófið því hann svaraði: „Er það? Hvernig fugl var það?“

Alex sagði kærastanum að fuglinn hefði flogið að glugganum og setið þar um stund og maðurinn hennar sagði: „Ég vildi að þú hefðir tekið mynd, ég hefði viljað sjá hann.“

Alex skrifaði með myndbandinu að maður hennar hlustaði alltaf á sögurnar hennar.

@thequistfamily This man always listens to my stories 😂 #birdtheory #couplegoals #wife #relationship #thequistfamily ♬ original sound – Courtney & Alex

Raunveruleikastjarnan Hannah Brown, sem gerði garðinn frægan í Bachelorette, framkvæmdi fuglaprófið á manni sínum. Hún sagðist hafa séð fugl og hann svaraði með forvitni.

Alyssa sagði í myndbandi sínu frá 2023 að ef makinn er ekki forvitinn um fuglinn eða hreinlega svarar engu, þá sé það slæmt merki. Það þurfi ekki mikið til að standast prófið, í raun nægi að segja: Vá, kúl.

Aðrir netverjar hafa bent á að fuglaprófið sé í raun ekkert bull, það vísi til kenninga sem sérfræðingar hafa kallað „tilraun til tengsla“ eða „bid for connection“ á ensku. Það vísar til tilraunar aðila í ástarsambandi til að fá athygli, viðurkenningu eða hlýju frá maka sínum.

@hannahkbrown Replying to @hi1kar22 I think Adam passed the bird theory test right?? 🐧🤍 #birdtheory #relationshiptest #marriage ♬ original sound – Hannah Brown

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar