fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Pressan
Föstudaginn 31. október 2025 17:30

Andrés fyrrverandi prins. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í gær hefur Andrés prins verið sviptur prins-titli sínum og verður honum gert að flytja út úr hinu glæsilega Royal Lodge-setri sem er í eigu krúnunnar.

Andrés hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu og hefur fast verið sótt að bresku konungsfjölskyldunni vegna tengsla hans við kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein.

Andrés reyndi lengi að fjarlægja sig frá Epstein en það varð bara til þess að hann festist dýpra í lygavefnum varðandi tengslin. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni í gærkvöldi kom fram að Andrés verði hér eftir kynntur opinberlega með eftirnöfnum sínum, Mountbatten Windsor en prins-titillinn muni víkja.

Skorti allar siðferðislegar skorður

Andrew Lownie, sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar, segir í nýjum hlaðvarpsþætti Daily Mail, Deep Dive: The Fall of the House of York, að það hafi lengi verið ljóst að Andrési skorti allar siðferðislegar skorður.

Andrés var um tíma viðskiptasendiherra Bretlands og segir Lowmie að Andrés hafi nýtt ferðalög sem hann fór í til að „fylla eigin vasa“ og eltast við konur.

Lownie þessi hefur skrifað bækur um málefni konungsfjölskyldunnar, þar á meðal eina um fall Andrésar. Hann segir að árið 2001 hafi Karl, nú konungur Bretlands, varað við því að litli bróðir hans, Andrés, fengi sendiherrastöðuna af þeirri ástæðu að hann myndi eyða tíma sínum í að eltast við konur og spila golf.

Svo fór þó að Andrés fékk stöðuna og sagði Lowmie að varnaðarorð Karls hefðu ekki verið úr lausu lofti gripin.

„Hann notaði þetta embætti – sem skattgreiðendur borga fyrir – sem yfirskin til að fara í frí. Hann skráði alltaf niður tvær vikur af „einkatíma“ og þannig vorum við látin borga fyrir ferðirnar.“

40 vændiskonur á fjórum dögum

Hann rifjaði svo upp eina eftirminnilega ferð til Taílands sem Andrés fór í.

„Þetta var ferð til að taka þátt í afmælishátíð konungsins og Andrés var fulltrúi Bretlands. Hann krafðist þess að dvelja á fimm stjörnu hóteli í stað sendiráðsins, eins og hann hafði reyndar alltaf gert. Í þeirri ferð lét hann senda til sín 40 vændiskonur á fjórum dögum.“

Þáttastjórnandinn Sarah Vine spurði Lowmie nánar út í þetta og svaraði hann því til að fjölmargir heimildarmenn gætu staðfest þetta, þar á meðal fréttamenn Reuters og meðlimir taílensku konungsfjölskyldunnar.

Lownie sagði að þótt sögurnar um kynlífsathafnirnar væru hneykslanlegar, væri hans helsta áhyggjuefni hvernig Andrew hefði notað embætti sitt sem viðskiptasendiherra til að þjóna eigin viðskiptahagsmunum.

Hvatti hann Þjóðskjalasafn Bretlands til að birta skjöl sem tengjast tíma Andrésar í embættinu og sagði að „þöggunarsamsæri“ ríkti um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”