fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. október 2025 19:00

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, er afar þakklát sjálfaboðaliðum sem fundu kisuna Ronju yngri eftir hún hafði verið týnd í sjö vikur.

Í fallegri færslu á Facebook-síðu sinni lýsir alþingiskonan því hvernig að vegfarandi nokkur kom auga á lafhrædda kisuna við Grindavíkurafleggjar rétt eftir miðnætti í gær.

Himneskir sjálfboðaliðar

„Það var vegfarandi sem sá hrædda kisu og stoppaði (takk, hver sem þú ert), heyrði hana örvæntingafulla væla hátt, hringdi og lét vita af henni. Út fór himneskur sjálfboðaliði frá Villikettir í Reykjanesbæ, þangað sem sést hafði til hennar. Hún var hrædd og vildi ekki koma og konan var hrædd við að fæla hana upp á Reykjanesbraut. Þá keyrði annar sjálfboðaliði, frá Dýrfinnu og býr á Völlunum í Hafnarfirði, upp úr fjögur í nótt og kastaði mat til hennar og náði henni í búr. Um hálf sex kemur þessi yndislega manneskja með Ronju til okkar, heila á höldnu,“ skrifar Þórdís Kolbrún.

Eins og gefur að skilja varð heimilisfólk allt saman himinlifandi með að kisan litla hefði skilað sér heim, heilu á höldnu, enda flestir orðnir úrkula vonar um að hún myndi finnast.

„Ég vakti Ronju eldri rúmlega sex sem ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Hálftíma síðar vöktum við unglinginn sem var líka ringlaður og glaður. Gleðitár, þakklæti og trú á gott fólk eru hráefni dagsins. Dýralæknirinn sagði hana hrausta og litla skinnið malar, sefur, er ástsjúk, vælir og sjúk í rjóma og smjör,“ skrifar Þórdís Kolbrún.

Þakkar ónefndum velgjörðarmanni

Þá segir hún nokkuð ljós að kisan, sem sé þó sterkari en þau hafi áttað sig á, hafi ekki lifað á músum og fuglum einum saman heldur hafi einhver einstaklingur greinilega skotið yfir hana skjólshúsi í einhvern tíma.

„Svo hver sem hefur veitt henni húsaskjól segjum við takk. Hvernig hún hvarf og hvar hún hefur verið vitum við auðvitað ekki. En nú er hún komin heim og megi kærleikurinn umvefja þessar góðu manneskjur sem bjarga dýrum og gleðja fjölskyldur. Nú er ég formlega hluti af kattasamfélaginu vona að við flest styrkjum þessa starfsemi. Fólk er gott,“ skrifar ráðherrann fyrrverandi.

Hér má lesa færslu Þórdísar Kolbrúnar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“
Fréttir
Í gær

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“
Fréttir
Í gær

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn
Fréttir
Í gær

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú