fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Eyjan
Fimmtudaginn 30. október 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þáverandi hluthöfum í DV fannst blaðið þjarma of harkalega að þáverandi dómsmálaráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, vegna lekamálsins var gerð hallarbylting á DV og Reyni Traustasyni bolað úr ritstjórastólnum, auk þess sem allir sem voru hliðhollir honum voru reknir. Reyni var bannað að koma nálægt húsakynnum blaðsins. Í kjölfarið fór rekstur DV úr böndunum. Reynir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Reynir Traustason - 1
play-sharp-fill

Eyjan - Reynir Traustason - 1

„Eins og ég skil þetta, við vorum með fréttir um dómsmálaráðherra, Hönnu Birnu, og meðal annars að hún reyndi að beita lögreglustjórann þáverandi, sem nú er útvarpsstjóri, Stefán, þrýstingi til þess að hætta rannsókn á lekamálinu svokallaða. Og þetta fór fyrir brjóstið á einhverjum hluthöfum DV, sem voru ýmsir og af ýmsu tagi. Gísli Guðmundsson, B.& L. og fleiri, sem var reyndar með lepp, Þorstein Guðnason nokkurn, sem að er nú svo sem ekkert mikill bógur. En þetta varð til þess að  það var gerð hallarbylting.“

Ykkur var bara bolað út.

„Já, já. Ég var náttúrulega rekinn strax og sett á mig nálgunarbann. Það er að segja, Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, þessi í kjallaratröppunum, hann sendi mér bréf um það að mér væri óheimilt að koma nær vinnustaðnum en einhverja metra, ég man nú ekki hvernig það var, en ég svo sem tók þessu bara með stóískri ró. Ég man þegar stefnuvotturinn kom með bréfið til mín þar sem var tilkynnt að það ætti líka að fara ofan í öll mín mál og finna hvort eitthvað væri glæpsamlegt. Þá þekkti ég nú gaurinn. Þetta er stefnuvottur sem ég hafði sjálfur notað og honum brá svolítið. Ég bara þakkaði honum fyrir bréfið og tók utan um hann, þakkaði honum fyrir að koma heim til mín með þetta bréf.

Þetta voru auðvitað endalokin á DV og það er svo sem hægt að segja frá því að við fórum í gegnum alls konar skelfingu. Við vorum á tímabili með 70 milljónir í vanskilum hjá tollstjóra og pólitíkin notaði það gegn okkur, því það var einhver pólitíkus sem að komst yfir þessi gögn og notaði þau. Ég ætla ekki að giska á að það hafi verið Guðlaugur Þór, vinur minn, en þetta var notað gegn okkur og síðan lentum við í þeim ógöngum að framkvæmdastjórinn varð uppvís að því að draga að sér fé. Þetta var allt svona erfitt og mikið ströggl og þegar framkvæmdastjórinn var rekinn var ákveðið að Jón Trausti, sonur minn, yrði framkvæmdastjóri, sem var náttúrlega ekkert grín með 70 milljóna króna snjóhengju yfir sér. En það tókst ágætlega og undir lokin, þegar Sigurður G. og félagar koma þarna gráir fyrir járnum, þá stefndi í það að við myndum skila svona öðru hvoru megin við núllið, fimm milljónir í mínus, fimm milljónir í plús fyrir þetta yfirstandandi ár.“

En það fór ekki svo. Allir sem taldir voru hliðhollir Reyni, og þeir voru nokkuð margir á ritstjórninni, voru reknir. „Ég held að tapið hafi verið 250 milljónir. Það fóru 4.000 áskrifendur ef ég man þetta rétt og það var bara uppnám.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
Hide picture