fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Trump fyrirskipar hernum að hefja aftur tilraunir með kjarnavopn

Pressan
Fimmtudaginn 30. október 2025 07:42

Donald Trump. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað varnarmálaráðuneyti landsins að hefja aftur tilraunir með kjarnavopn, eftir 33 ára hlé. Skipunin kom rétt áður en Trump átti fund með Xi Jinping, forseta Kína.

Forsetinn tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Truth Social þegar hann var á leið til fundar við Xi í borginni Busan í Suður-Kóreu. Reuters greinir frá þessu.

Sagðist hann hafa gefið varnarmálaráðuneyti landsins fyrirmæli um að prófa kjarnorkuvopnabúnað Bandaríkjanna „á jafnréttisgrundvelli“ við önnur kjarnorkuríki. Vísaði hann til þess að önnur kjarnorkuríki væru að prófa vopn sín og prófanir Bandaríkjanna væru nauðsynlegar til að Bandaríkin héldu í við keppinauta sína.

„Þar sem önnur ríki stunda prófanir tel ég eðlilegt að við gerum það einnig,“ sagði hann um borð í forsetaflugvélinni á leið til Bandaríkjanna eftir fundinn. Bætti hann við að ákvörðun um prófunarsvæði yrði tekin síðar.

Þegar hann var spurður að því hvort hann teldi að heimurinn væri að ganga inn á hættulega braut hvað kjarnorkuvopn varðar vísaði hann því á bug. Hann sagði þó að hann myndi fagna afvopnun í ljósi þess hve mörg kjarnorkuvopn eru til og mörg ríki séu að vígbúast á þessu sviði. Kínverjar væru til dæmis að framleiða mikið magn kjarnorkuvopna til að hafa til taks í vopnabúri sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála