fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 27. október 2025 10:30

Kári var í eldlínunni í covid faraldrinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, læknir og fyrrum forstjóri DeCode, segir að ef annar faraldur kæmi upp, sem birtist með sama hætti og covid gerði í byrjun, þá yrðum við að mæta honum með sama krafti. Hann segist fullur aðdáunar á hvernig Alma Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, stýrðu aðgerðum í faraldrinum.

„Í byrjun leit þetta út eins og fyrsti kaflinn í sögunni um útrýmingu mannkyns,“ sagði Kári í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. En hann var fenginn í þáttinn til þess að ræða covid faraldurinn og gera upp aðgerðirnar.

Benti Kári á að í upphafi hafi covid verið faraldur sem fólk vissi ekkert um og hafi verið mjög banvænn. 180 sjúklingar hafi látist á einum degi á einum spítala í Norður Ítalíu sem dæmi.

Hratt var brugðist við en veiran veiktist einnig mjög hratt. Það hafi verið erfitt að gera plön til að bregðast við viðburði sem þessum. Þá sé ekki hægt að gera ráð fyrir því að næsta veira muni veikjast eins hratt og covid gerði.

Hófsamar tillögur

Kári sagði auðvelt að horfa til baka og nefna atriði sem hægt hefði verið að gera betur. En heilt yfir hafi við verið heppin hér á Íslandi.

„Hér á Íslandi vorum við að mestu leyti heppin. Við vorum með ríkisstjórn sem ákvað að láta fagaðila stjórna sóttvörnum,“ sagði Kári.

Tillögurnar frá sóttvarnarlækni sem voru nánast undantekningarlaust samþykktar voru mjög hófstilltar í flestum tilfellum. Allar byggðu þær á gögnum sem sóttvarnarlæknir hafði safnað saman.

Kári telur að hægt hafi verið að láta samfélagið vera opnara en það var árið 2021. En yfirvöld höfðu engar forsendur til að taka þá ákvörðun.

Covid faraldurinn hafði töluverðar afleiðingar, til að mynda fyrir fyrirtæki landsins. Hann telur hins vegar að það hafi ekki verið hægt að gera annað en gert var miðað við þær forsendur sem lágu fyrir á þeim tíma.

„Ég legg áherslu á það að ég tel að við sem samfélag höfum komið út úr þessu býsna vel,“ sagði Kári. „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna.“

Til að mynda hafi þær raddir sem mótmæltu aðgerðunum fengið sinn stað í samfélaginu.

Læknisfræðilegar og félagsfræðilegar aukaverkanir

Aukaverkanir voru talsvert í umræðunni en þær geti verið bæði læknisfræðilegar og samfélagslegar.

„Það er engin spurning að við bólusetninguna að ef menn sýktust þá varð sjúkdómurinn vægari. Á þann hátt bjargaði bólusetningin mjög mikið lífi fólks,“ sagði Kári. „En þegar þú hvetur ónæmiskerfið til að bregðast við einu mótefni, sem í þessu tilfelli er veiran, þá kemstu ekki hjá því að hvetja allt ónæmiskerfið gegn allt annars konar mótefnum. Afleiðingin af því er til dæmis að menn gátu fengið bólgu í hjarta og víða í líkamann. En svo var að koma út grein fyrir tveimur vikum sem sýnir fram á að krabbameinssjúklingar sem voru bólusettir gegn covid vegnaði betur heldur.“

Það er að ónæmiskerfið hafi verið hvatt á þann máta að hvítu blóðkornin beittu sér gegn krabbameininu.

Félagslegar aukaverkanir geti verið þær að fólk drekki meira áfengi, verði þunglyndara, fái innilokunarkennd og fleira.

Heppin með Ölmu og Þórólf

Aðgerðirnar hér voru byggðar á betri gögnum en annars staðar. Íslendingar raðgreindu veiruna úr hverjum einasta einstakling sem sýktist. Vissu hvaðan hún kom og hverjir væru að smita hvern.

„Þegar ég horfi til baka þá er ég fullur aðdáunar á því hvernig Alma Möller landlæknir og Þórólfur stjórnuðu þessu af mikilli fagmennsku,“ sagði Kári.

 

Það sé gott að vita að því að nú séum við með heilbrigðisráðherra sem var við stýrið á mjög erfiðum tíma þegar þurfti að bregðast hratt við.

Yrðum að bregðast jafn hart við

Kári sagði að lærdómurinn fyrir næsta faraldur sé helst sá að það verði að setja á fót einhvers konar sóttvarnarstofnun, sem hafi nægilegt bolmagn til að takast á við svona lagað.

Hann sagðist óviss um að þær efnahagsaðgerðir sem hafi verið gripið til hafi allar átt rétt á sér. En það er ekki hans sérsvið. „Læknisfræðilega séð fannst mér þetta ganga mjög vel,“ sagði hann. Ef faraldur birtist aftur með sama hætti og covid gerði þá er hann hræddur um að við yrðum að bregaðst við af sama krafti.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi