fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Pressan
Sunnudaginn 26. október 2025 10:18

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að hækka tolla á kanadískan innflutning um 10 prósent. Að sögn BBC má rekja ákvörðunina til auglýsingar á vegum Ontario.

Trump segir auglýsinguna vera falsaða og hefur forsetinn fordæmt kanadíska embættismenn fyrir að fjarlægja hana ekki úr sýningu. Auglýsingin inniheldur brot úr ræðu fyrrum Bandaríkjaforseta, Ronald Reagan, þar sem hann talar gegn tollum. Reagan er mikil hetja meðal bandarískra íhaldsmanna.

Á tímum gervigreindar gætu margir trúað því að auglýsingin sé fölsuð. Það er hún þó ekki. Ræðan hefur þó verið klippt til. Reagan flutti ræðuna þann 25. apríl árið 1987 í bandaríska ríkisútvarpinu og þar lýsti forsetinn fullum hálsi yfir stuðningi við frjáls og sanngjörn viðskipti milli landa.

„Þegar einhver segir „setjum tolla á erlendan innflutning“ þá virðist sá vera að gera slíkt af þjóðrækni með því að vernda bandarískan varning og störf. Og stundum virkar það í skamman tíma. En aðeins í skamman tíma.

Til lengri tíma skaða svona viðskiptahindranir bandarískan vinnumarkað og neytendur. Háir tollar leiða óhjákvæmilega til hefndartolla erlendra ríkja og koma af stað tollastríðum. Svo gerist hið versta – samdráttur og hrun á marköðum, fyrirtæki og atvinnugreinar sigla í strand og milljónir missa vinnuna.

Út um allan heim er fólk að átta sig á því að leiðin til hagsældar allra þjóða er að láta af verndandi lagasetningu í skiptum fyrir sanngjarna og frjálsa samkeppni. Bandarísk störf og vöxtur er í húfi.“

Stjórnvöld í Ontario kostuðu auglýsinguna og létu birta hana hjá bandarískum sjónvarpsstöðvum. Ontario lét þó ekki samhengið fylgja auglýsingunni og eins og áður segir hefur ræðan verið klippt töluvert til. Reagan flutti ræðuna eftir að hafa hækkað tolla á japanskan varning til að svara fyrir mikla aukningu í innflutningi japanskra hálfleiðara (e. semiconductors). Ræðan innihélt nokkur vel valin orð til Japan þar sem þáverandi forsetinn harðlega gagnrýndi viðskiptahætti Japans sem væru ósanngjarnir og brytu gegn viðskiptasamningum landanna tveggja. Reagan sagðist afnema tollana þegar og ef Japan kæmi fram við bandarísk fyrirtæki af sanngirni. Forsetinn var skýr að þetta væri honum þvert um geð, enda leit hann á tolla sem hindrun frjálsra viðskipta. Þeir væru þó nauðsynlegri. Trump hefur notað sambærilega orðræðu um sína tolla.

Trump er óánægður með auglýsingu Ontario. Hann skrifaði færslu á Truth Social þar sem hann sagði meðal annars:

„Þeir keyptu risastóra auglýsingu með sviksamlegum hætti til að halda því fram að Ronald Reagan hafi ekki verið hlynntur tollum, en raunin er sú að hann ELSKAÐI TOLLA FYRIR ÞJÓÐINA OKKAR OG FYRIR ÞJÓÐARÖRYGGI.“

Ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, hefur komið auglýsingunni til varna. Hún sé ekki andstyggileg heldur hafi hún stoð í raunveruleikanum. Kannski séu bandarískir hægrimenn tilbúnir að opna augun fyrir þeim skaða sem tollar geta valdið þegar þeir heyra það frá hetjunni sinni, Ronald Reagan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst