fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Stappi vegna keilu„frátekta“ á bílastæðum lokið í bili

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. október 2025 14:30

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkurt stapp hefur staðið yfir vegna framkvæmda við húsið að Bergstaðastræti 57 í miðbæ Reykjavíkur. Ekki þó vegna framkvæmdanna sjálfra en íbúar eru almennt ánægðir með að húsið fái andlitslyftingu, heldur vegna þess að eigendur hússins hafa sett keilur í tvö bílastæði við húsið. Hafa íbúar í nágrenninu furðað sig á þessari frátekt, enda eru stæðin ekki í einkaeign hússins eða aðgengi að bílastæði á lóð þess.

„Eftir mikið stapp vegna þessara keila vegna framkvæmda við Bergstaðastræti 57 þar sem framkvæmdaaðilar hafa verið að reyna að reka mann í burtu á þeim forsendum að þeir séu með leyfi frá Reykjavíkurborg. Ég hef óskað eftir því að þeir sanni þetta fyrir manni, hafði samband við borgina og núna loksins hafa framkvæmdaaðilar sótt um afnotaleyfi á 2 bílastæðum frá 20 okt til 19 des 2025.“

Þetta segir íbúi í Facebook-hópnum Íbúar í miðborg og birtir með mynd af stæðunum auk afnotaleyfisins. Eins og sjá má eru keilurnar í bílastæðunum sem eigendur eru nú með afnotaleyfi af til 19. desember.

Mynd: Facebook

Þann 3. október birti annar íbúi færslu í sama hópi og vakti athygli á þessari „frátekt“ stæðanna.

„Nú verð ég að spyrja, þar sem það eru tvö hús í miklum framkvæmdum í nágrenninu, annarsvegar á Bragagötu og á Baldursgötu þar sem ítrekað eru settar keilur til að „taka frá” stæði. Myndi skilja það ef það væru að koma einhverjar stóriðjuvélar, steypubíll eða gámur — en svo er ekki, ég fylgst með. Má þetta bara?“

Var viðkomandi bent á að hægt er að skoða Borgarvefsjá og sjá hvort einhver leyfi væru þar í gangi, svo væri ekki og hún gæti því fjarlægt keilurnar. 

„Ég hef gert það oft og ég mun gera það aftur. Ég er með lítið barn í þungum bílstól, ég fer seint að taka frá stæði fyrir utan heima hjá mér vegna þess en ég ætla ekki að dröslast með 15 kg á handleggnum yfir hálf Þingholtin útaf frekju í einhverjum körlum.“

Benti annar íbúi á að þetta væri búið að vera svona í margar vikur og vinnuvélar löngu farnar.

Mynd: Facebook.

Greiða þarf borginni fyrir afnot af borgarlandi

Standi eigandi hús í framkvæmdum og þarf afnot af borgarlandi í þeim, eins og í þessu tilviki bílastæðum þarf að sækja um afnotaleyfi til borgarinnar. Það er gefið út til hámarks árs í senn. Kostnaður við leyfið er á bilinu 53.500 kr. til 786.900 kr. eftir umfangi framkvæmda.

Flókið og langt ferli fyrir stutta framkvæmd

Kona nokkur bendir þó á að ferlið sé bæði flókið og langt ef íbúi þurfi stæði aðeins einn dag. Sjálf hafi hún sent slíka keilu í stæði fyrir utan hús þegar hún átti von á steypubíl í einn dag, en keilan var fjarlægð. Segir hún íbúa þurfa að sýna öðrum tillitssemi á báða bóga.

„Ef ég á að koma með annað sjónarhorn, var í miklum framkvæmdum á eign minni ,,nýverið“ en þá er mjög erfitt að vinna viss verk og þurfa að leggja langt fŕá. Þarn á eg við ef koma þarf inn með efni eða verkfæri, fjarlægja eitthvað eða annað. Skil samt að þetta er pirrandi, sérstakleg ef þetta er alltaf svona. Ég þurfti einstaka sinnum að gera þetta ef ég vissi að einhver var að koma t.d. með 15 gipsplötur, ekkert grín að ganga með þær um göturnar. Svo var borgað í stæði. Íbúar og framkvæmdaaðilar þurfa að geta sýnt hvorum öðrum sveigjanleika og sanngirni, en það getur verið snúið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina