fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. október 2025 13:48

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra upplýsir að fallið verður frá áformum um þrepaskipt réttindi til aksturs dráttarvéla.

Í gær greindi DV frá því að boðaðar breytingar á reglum um ökuskírteini þýða í raun að allir íslenskir bændur munu þurfa að taka meirapróf. Kostnaðurinn getur numið 700 þúsund krónum.

Sjá einnig: Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf

Í færslu á Facebook greinir ráðherra svo frá að reglugerðarbreytingin var upphaflega sett fram að tillögu Samgöngustofu. 

„Meginrök hennar sneru að umferðaröryggi. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar með umferðarlögum var bent á að dráttarvélar með stóra og þunga vagna væru í auknum mæli notaðar líkt og vörubílar í almennri umferð. 

Drögin voru birt til opins samráðs til að tryggja að markmið reglugerðarbreytinganna væri raunhæft og tæki mið af sjónarmiðum þeirra sem hana varðar. 

Samráði er nýlokið og að teknu tilliti til umsagna og þeirra áhrifa sem breytingin hefði í för með sér, einkum þess kostnaðar og fyrirhafnar sem hlytist af kröfu um aukin ökuréttindi fyrir bændur, er það niðurstaða mín að fella tillöguna brott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“