fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Bókakaffi með glæpaívafi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. október 2025 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánudaginn 20. október ætla Arndís Þórarinsdóttir og Nanna Rögnvaldardóttir að kíkja í heimsókn á Borgarbókasafnið Árbæ og ræða saman um glæpasögurnar Morð og messufall og Mín er hefndin.
Mín er hefndin er framhald bókar Nönnu Þegar sannleikurin sefur, sem kom út í fyrra. Arndís Þórarinsdóttir sendi fyrr á árinu út sína fyrstu glæpasögu, Morð og messufall. Bókina skrifaði Arndís í félagi við Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur en þetta er þriðja bókin sem þær skrifa saman. Sagan gerist í nútímanum og fjallar um rannsókn á morði í kirkju í Grafarvoginum ólíkt bók Nönnu sem flytur okkur aftur til morðmáls á 18. öld.
Nanna og Arndís gefa einnig báðar út bækur fyrir börn og ungmenni í haust og munu þær einnig ræða um hvernig er að skrifa fyrir ólíkan aldur og hvernig farið er að því að gefa út ekki bara eina heldur tvær bækur á einu ári!
Viðburðurinn er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi sem haldin er í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag, sem fagnar 25 ára afmæli í ár.
Bókakaffi með glæpaívafi hefst kl. 16:30.
Öll velkomin og aðgangur er ókeypis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum