fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. október 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson, 32 ára gamall, hlaut þann 14. október fimm ára fangelsisdóm fyrir nauðgun á heimili sínu 10. apríl 2023. Ákæran hljóðar svo:

„fyrir nauðgun, með því að hafa að morgni mánudagsins 10. apríl 2023 á þáverandi heimili sínu að […], Reykjavík, með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft önnur kynferðismök við A, kt. […], án hennar samþykkis, en ákærði ýtti A á hnén, sló hana í andlitið, tók hana hálstaki og hrinti henni á rúm þar sem ákærði sló A endurtekið í andlitið og víðsvegar um líkama hennar, tók hana endurtekið hálstaki og lagði kodda yfir andlit hennar svo hún átti erfitt með andardrátt, stakk fingrum sínum inn í leggöng hennar, þrýsti hné sínu á ofanverða bringu hennar og hafði sáðlát yfir andlit hennar, allt með þeim afleiðingum að A hlaut yfirborðsáverka á höfði, eymsli á vinstri kjálka, tognun og ofreynslu á hálshrygg, tognun og ofreynslu á axlarlið, tognun og ofreynslu á aðra og ótilgreinda hluta lenda[r]hryggs og mjaðmagrindar, heyrnartap og rifbrot.“

Bjarki Fjarki var einnig dæmdur til að greiða brotaþola 2.500.000 krónur, málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns 2.300.000 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola 1.700.000 krónur, og 519.392 krónur í annan sakarkostnað. 

Málsatvikum er lýst í dómnum og eru lesendur varaðir við lýsingum.

Þar kemur fram að ákærði og brotaþoli voru kunningjar og höfðu meðal annars átt samskipti á samskiptamiðlum. Brotaþoli fór heim til ákærða 10. apríl 2023 í þeirri trú að þau væru að fara að sofa saman og hefði ákærði varað hana við því að hann væri harðhentur. Þegar hún kom til ákærða hefði hann látið hana hafa öryggisorð (e. safe-word), hent henni á hnén, slegið hana í andlitið, tekið um háls hennar og lyft henni upp. Þá hefði hann hent henni á rúm, rifið buxurnar og nærbuxurnar niður um hana án þess að klæða hana alveg úr og lyft upp peysunni. Ákærði hefði haldið áfram að slá hana í andlitið og kyrkt hana og hefði höfuð hennar slegist utan í vegg. Þá hefði ákærði haldið kodda fyrir andliti hennar og lamið hana eins og tusku. Kvaðst hún halda að ákærði hefði ekki stungið limnum inn en hann hefði klipið hana og sennilega sett fingurna inn í hana. Kvaðst hún einu sinni hafa náð að hvísla öryggisorðinu en ákærði hefði ekki heyrt það. Hann hefði síðan áttað sig á því að hún hefði sagt orðið og slakað aðeins á takinu á hálsinum á henni. Viti hún ekki hversu oft ákærði hafi slegið hana í framan, sett koddann yfir andlit hennar eða kyrkt hana. Kvaðst hún ekki hafa komið upp orði nema einu sinni þegar hún hefði verið alveg hætt að ná andanum. Ákærði hefði einnig hrækt á andlit hennar og rifið í hár hennar. Ákærði hefði klárað með því að rúnka sér yfir hana og brundað framan í hana. 

Brotaþoli yfirgaf ekki strax heimili ákærða heldur spurði hann margra spurninga, síðan fór hún heim til vinar síns, í sturtu og reyndi að sofna. Hún leitaði til neyðarmóttöku og sálfræðings og kemur fram að hún bíði eftir tíma hjá sjúkraþjálfara. Brotaþoli lagði fram kæru hjá lögreglu 27. apríl 2023.

Brotaþoli sagði barsmíðar hafa tekið 90 mínútur

Í skýrslu hjá lögreglu 9. maí 2023 sagði brotaþoli að ákærði hefði sagt að hann væri öfgafullur en hún hefði ekki gert sér grein fyrir því hvað hann ætti raunverulega við en hann hefði í rauninni kynnt þetta sem BDSM-blæti í upphafi. Eiginlega strax og hún kom upphófust barsmíðar, sem stóðu yfir í eina og hálfa klukkustund.

Leitaði ráða hjá BDSM-félaginu um hvort þetta hefði verið BDSM

Daginn eftir að atvikið átti sér stað sagðist brotaþoli hafa rætt við meðlim BDSM-félagsins sem sagði að það væri alls ekki eðlilegt að vera með sýnilega áverka og þurfa að leita sér læknisþjónustu og að þetta ætti ekkert skylt við BDSM. Hefði ákærði verið að iðka það, þá hefðu allar reglur verið brotnar í upphafi, það hefðu ekki verið skýr mörk, samþykki eða annað og hefði hann ekki átt að gera slíkt þegar þau væru undir áhrifum. 

Sagðist brotaþoli hafa frosið á meðan á henni var brotið, hún hafi ekki getað komið upp orði og ekki gefið mjög skýrt til kynna að hún væri mótfallin þessu því hún hefði verið eins og tuska.

Ákærði hefði slegið hana um allan líkamann og kastað henni fram og til baka og minnist hún þessi ekki að hafa farið sjálfviljug í einhverjar stellingar. Hún hefði enga stjórn haft á atvikum og ekki komið upp orði á meðan á þessu stóð og hefði hann meitt hana mikið. Þegar ákærði þrengdi að öndunarfærum hennar hefði henni liðið eins og hún væri að líða út af og var eins og það væru dílar fyrir augunum á henni. 

Ákærði sagði atvikið hafa verið senu í BDSM

Ákærði sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði verið farinn heim úr partýi sem hann og brotaþoli voru í ásamt fleirum. Brotaþoli hefði haft samband við hann með skilaboðum á Instagram. Samskipti þeirra hafi fljótt orðið kynferðisleg, en hann útskýrt nákvæmlega að hann fíli öðruvísi kynlíf. Hann væri fyrir BDSM og fíli DOM- og SUB-samneyti og leggi hann mikið upp úr því að það sé samþykki, sérstaklega þar sem hann hefði áður játað kynferðisbrot og væri enn í sálfræðimeðferð hjá Heimilisfriði. Kvaðst hann hafa sagt við brotaþola að hann fíli sennilega aðra hluti en hún í kynlífi en hún hefði fyrir rest sagt að hún vildi prófa og komið heim til hans milli klukkan níu og tíu um morguninn og þau þá rætt nákvæmlega um það hvað hann fílaði og hefði hann spurt hana hvar hennar hörðu mörk væru sem ekki mætti fara yfir. Einnig hefðu þau sett öryggisorð.

Ákærði sagði að hann hefði ekki verið að beita brotaþola ofbeldi heldur hefði þetta verið sena í BDSM. Svo hefði kynlífið snúist um DOM og SUB og hefði hann verið DOM og rifið í hárið á brotaþola, slegið hana utan undir, kyrkt, puttað hana og brundað yfir andlit hennar en með 100% samþykki hennar. Þá staðfesti ákærði að undir lokin hefði hann verið með typpið í munni brotaþola. Þá hefði hann einnig útskýrt fyrir henni að hann væri ekki endilega að sækjast í kynlífið sjálft, samfarir. Brotaþoli hefði einu sinni sagt öryggisorðið og þá hefði hann annað hvort verið að kyrkja hana eða verið með kodda yfir höfði hennar. Kvaðst hún þá ekki geta andað og hefði hann þá stoppað strax og tékkað á stöðunni en síðan hefði hún gefið grænt ljós á að halda áfram. Eftir þetta hefðu þau spjallað saman og rætt um það hvernig henni hefði liðið og hvað hún hefði fílað og hefði komið fram hjá henni að hún væri til í að gera þetta aftur. 

Kvaðst ákærði fara eftir reglum um ástundum á BDSM-kynlífi og brotaþoli aldrei gefið til kynna að hún vildi hætta. Þverneitaði hann að atvikið hefði staðið yfir í 90 mínútur og sagði 15-20 mínútur hafa liðið.

Ítarlegur dómur með fjölda gagna og vitna

Í dómnum er ítarlega fjallað um samskipti ákærða og brotaþola á samfélagsmiðlum, skýrslu neyðarmóttöku, en þangað leitaði brotaþoli tvisvar, skýrslur hjúkrunarfræðings, lækna, sjúkraþjálfara og tæknideildar, vottorð lækna og sálfræðings og matsgerð Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Í matsgerðinni, dagsettri 6. júní 2023, greindist amfetamín, benzóýlekgónín (umbrotsefni kókaíns), kókaín og MDMA í þvagsýni sem tekið var úr brotaþola á neyðarmóttöku 10. apríl 2023.

Af hálfu ákærða var lagt fram vottorð sálfræðings, þar sem kom fram að hann hefði óskað eftir meðferð hjá Heimilisfriði og klárað þá meðferð sem hægt er að sækja hjá Heimilisfriði, tekið fulla ábyrgð á sinni hegðun og sýnt mikinn vilja til að læra og gera betur. Hann hefði útskrifast úr meðferðinni í desember 2022 og sækti nú viðtöl til eftirfylgni og stuðnings. Jafnframt lagði ákærði fram vottorð frá Virk og sálfræðingi. Einnig voru teknar skýrslur af tveimur vinkonum og einum vini brotaþola.

Sagði samfarirnar með samþykki beggja og vinaleg stemning á eftir 

Fyrir dómi sagði ákærði samfarirnar hafa verið með samþykki beggja aðila. Að þeim loknum hefðu þau spjallað í 15-20 mínútur liggjandi í rúminu og hefði verið vinaleg stemming í gangi. Brotaþoli hefði m.a. spurt hann meira út í BDSM, spurt hann hvort hann teldi að BDSM væri kynhneigð hans, og hún hefði einnig sagt að henni fyndist gaman að vera með svona öðruvísi og fyndna kynlífssögu til að segja vini sínum. Hann hefði síðan fylgt henni til dyra og hún þá sagt að hún væri alveg til í að gera þetta aftur og hefði hann samsinnt því. 

Ákærði kvaðst hafa stundað BDSM í 5–6 ár og með mjög mörgum og hefði áður stundað það með nýliðum. Væri þá farið í gegnum þetta ferli sem lýsti áður, það er reglur útskýrðar, öryggisorð gefið og svo framvegis. Sagðist hann ekki hafa upplifað það áður í þessum tilvikum að einstaklingur hefði fengið sambærilega áverka og brotaþoli hlaut.

Brotaþoli sagði ekkert hafa getað undirbúið hana fyrir það sem tók á móti henni

Brotaþoli sagði að það hefði komið fram í samskiptum þeirra á Instagram að ákærði sagðist vera öfgafullur í kynlífi. Hefði hún túlkað það sem létt klapp og slá á rassinn eða eitthvað svoleiðis. Sagði hún að í daðri væri fólk oft að gera sig stórt. Hins vegar hefði ekkert getað búið hana undir það sem tók á móti henni þegar hún kom til ákærða. 

Aðspurð um samskiptin þeirra á Instagram sagðist brotaþoli þegar hún talaði um að hún væri alltaf með völdin í everyday life og að taka af henni völdin, hafa haft þann skilning á að nota handjárn, halda höndum eða þannig sem myndi frekar flokkast sem eitthvað léttvægara. Hún hefði ekki meint þetta þannig að það mætti misþyrma henni. Hún væri að vísa til þess þegar slegið er létt eða rétt komið við hálsinn og hefði hún ekkert á móti því en ekki þannig að hún upplifi það að hún sé að berjast fyrir lífi sínu.

Fram kom hjá brotaþola að atvikið hefði haft mjög mikil áhrif á líf hennar. Geri hún ráð fyrir að sækja um örorku en hún væri óvinnufær, bæði vegna líkamlegra og andlegra þátta, og enn að glíma við afleiðingar atviksins. 

Dómari taldi brotið gróft og lítillækkandi og ekkert tilefni til að skilorðsbinda refsingu

Í niðurstöðu dómara kemur fram að brot ákærða var gróft og lítillækkandi, hafði mjög alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola sem óttaðist um líf sitt á meðan ákærði braut gegn henni. Ásetningur ákærða var einbeittur og skeytti hann engu um vilja brotaþola og velferð. Með háttsemi sinni braut ákærði gróflega gegn sjálfsákvörðunarrétti brotaþola og kynfrelsi. Með vísan til framangreinds þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fimm ár. Í ljósi alvarleika brotsins er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu ákærða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks