fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 17. október 2025 13:00

Sæmundarhlíð stendur við Holtsgötu 10. Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar, það er Holtsgötu 10 í Vesturbænum. Í gær var samþykkt nýtt deiliskipulag þar sem rífa eigi húsið og byggja stóra blokk í staðinn.

Sæmundarhlíð, kennt við Sæmund Sveinsson sem byggði bæinn, var reist fyrir rúmum 120 árum síðan og stendur á horni Holtsgötu og Brekkustígs. Til hefur staðið að rífa það í meira en tíu ár en ekki orðið af enn þá. Upphaflega stóð til að reisa 15 íbúða hús á lóðinni í staðinn.

Þann 2. apríl í fyrra auglýsti borgin deiliskipulag sem var kært af nágranna til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Í nóvember ógilti nefndin ákvörðun borgarstjórnar og vísaði til allt of mikils byggingarmagns.

„Í ljósi framangreindra krafna aðalskipulags um eldri byggingar, líkt og um ræðir í þessu tilviki, verður ekki séð að sett hafi verið fram sterk rök um hvernig hin nýja byggð samræmist mark­miðum borgarverndarstefnu,“ sagði í niðurstöðu nefndarinnar á sínum tíma.

Óþekkjanlegt frá upprunalegri mynd

Á fundi borgarráðs í gær samþykkti meirihluti að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar að Holtsgötu 10, 12 og 16. Samkvæmt hinu nýja skipulagi verður Sæmundarhlíð rifin og 11 íbúða hús reist í staðinn. Þá sé búið að gera greinilegra uppábrot á milli húsa og auka við gróður.

„Heimild er fyrir niðurrifi á húsi við Holtsgötu 10 og niðurrifsheimildin hefur legið fyrir í lengri tíð. Húsið hefur með tímanum verið stækkað og innra fyrirkomulagi þess breytt, ásamt því að gerðar hafa verið veigamiklar útlitsbreytingar sem gera húsið óþekkjanlegt frá upprunalegri mynd. Samkvæmt húsakönnun hefur húsið miðlungs varðveislugildi,“ segir í bókun meirihlutans. Það sé ábyrgðarhluti að láta mál velkjast svo lengi og mikilvægt sé að ljúka því á faglegum grunni.

Hafi hátt varðveislugildi

Við þetta eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki sáttir. En þeir vilja að Sæmundarhlíð fái grið.

„Hér reyna borgarfulltrúar meirihlutans enn og aftur að rífa eitt af elstu húsum borgarinnar, Sæmundarhlíð, til að byggja 11 íbúða blokk án bílastæða sem kastar stórum skugga á sameiginlegan garð nágrannana í stað 15 íbúða blokkarinnar sem var fyrst lagt upp,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna á fundi borgarráðs.

Vísað er til þess að húsið hafi lent í veggjatítlu á sínum tíma sem hafi orðið til þess að húsfriðunarnefnd hafi ekki gert athugasemd við niðurrif þess. En húsið hafi verið lagað og fólk búið í því síðan. Í mati Borgarsögusafns frá árinu 2021 komi fram að Sæmundarhlíð hafi hátt varðveislugildi einkum vegna menningarsögulegs gilds sem eitt af elstu byggð svæðisins.

Sterk einkenni gamla Vesturbæjarins

Vísað er til að húsið sé arftaki torfbæjar Sæmundar, sem hét sama nafni og stóð þar sem nú er baklóð Holtsgötu 12. Húsið sem stendur enn var byggt ári 1902 og er einungis eitt af tveimur steinbæjar- og timburhúsabyggð sem reis á reitnum í upphafi 20. aldar.

„Sæmundarhlíð er hluti af byggðamynstri sem er eitt af sterkum einkennum Vesturbæjarins og endurspegla þau byggingarskeið eða uppbyggingartímabil sem elstu hverfi borgarinnar hafa gengið í gegnum. Gamli Vesturbærinn nýtur hverfisverndar og verða afar sterk rök að liggja fyrir ef afmá á úr götumyndinni þessi fáu hús sem enn standa frá árdögum borgarinnar,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna.

Leiðrétting:

Upphaflega stóð að reisa ætti 11 hæða hús. Hið rétta er að það standi til að reisa 11 íbúða hús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“
Fréttir
Í gær

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Í gær

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“