fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

Pressan
Fimmtudaginn 16. október 2025 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögn úr heimi UFC-bardagakeppninnar (Ultimiate Fighting Championship) hefur verið ákærður fyrir ítrekaðar árásir gegn fjölskyldumeðlimum. Dómari hefur nú skipað honum að gangast undir geðmat til að meta hvort hann sé sakhæfur, en líklegt þykir að goðsögnin glími við óvenjulegan geðsjúkdóm.

Um er að ræða afreksmanninn og heimsmeistarann B.J. Penn sem lagði hanskana á hilluna árið 2019. Kappinn kemur frá Hawaii og vakti það sérstaka athygli hér á landi árið 2008 þegar hann valdi okkar mann, Gunnar Nelson, í sérstakan undirbúningshóp fyrir titilbardaga sinn gegn hinum bandaríska Sean Sherk. Gunnar sagði þá í samtali við DV að B.J. væri ótrúlegur íþróttamaður.

Undanfarið hefur þó hallað undan fæti hjá heimsmeistaranum en að sögn erlendra miðla glímir hann við alvarlegar ranghugmyndir. Mun hann vera sannfærður um að fjölskylda hans hafi verið myrt og þeim skipt út fyrir loddara. Hann hefur nú fimm sinnum verið handtekinn síðan í maí út af deilum við móður sína.

Verði Penn metinn ósakhæfur verður hann lagður inn á viðeigandi stofnun svo hann geti fengið þá meðferð sem hann þarf. Penn mótmælti geðmatinu og segist vera heill á geði. Móðir hans hefur fengið nálgunarbann gegn honum en hún segir hann glíma við sjaldgæfan geðsjúkdóm sem kallast Capgras-heilkenni sem valdi því að hann trúir því að fjölskyldu hans hafi verið skipt út fyrir loddara.

Undanfarið ár hefur Penn birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem hann gerir grein fyrir þessari kenningu sinni, en ranghugmyndirnar virðast einkum beinast gegn móður hans. Þegar móðir hans fór fram á nálgunarbann lýsti hún ógnvekjandi hegðun sonar síns. Þegar hún sneri heim úr ferðalagi í maí hafi hún tekið eftir því að mikið af eigum hennar, svo sem fatnaður, skór, skartgripir og jafnvel rúm hennar, höfðu verið fjarlægðar úr svefnherbergi hennar. Nokkrum dögum síðar hvarf veski hennar með öllum hennar kortum og skilríkjum. Penn var farinn að hegða sér undarlega og beitti ýmsum brögðum til að koma í veg fyrir að hún kæmist inn í herbergi sitt. Hann fór að stunda það að lýsa vasaljósi framan í hana og sakaði hana um að vera loddara. Svo hafi ofbeldið byrjað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot