fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Sérfræðingur SÞ krefst þess að öllum í skipalestinni sem Magga Stína var í verði sleppt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. október 2025 20:29

Margrét Kristín Blöndal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna (SÞ) krefst þess að Ísraelsk yfirvöld sleppi tafarlaust öllum áhafnarmeðlimum skipsins Conscience og annarra skipa í sömu skipalest úr haldi en meðal þeirra er eins og kunnugt er tónlistarkonan og aktívistinn Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína.

Yfirlýsingin er birt á vefsíðu mannréttindaráðs SÞ en þar kemur meðal annars fram að sérfræðingur stofnunarinnar í tjáningar- og skoðanafrelsi, Irene Kahn, segi að um árás sé að ræða og brot á alþjóðalögum en skipið var meðal annars að flytja hjálpargögn sem ætluð voru nauðstöddum á Gaza-svæðinu.

Fram kemur að ísraelski sjóherinn hafi tekið skipið sem hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og alla þá 92 einstaklinga sem um borð voru með valdi og flutt þá til hafnar í Ísrael. Skipið var í forystu skipalestar en öll önnur skip í henni voru einnig tekin. Um borð í Conscience voru meðal annars blaðamenn og heilbrigðisstarfsfólk. Segist Khan hafa miklar áhyggjur af öryggi allra sem Ísraelsher flutti með valdi til hafnar. Ísraelskum yfirvöldum beri skylda til að veita mannúðlega mannferð og sleppa þeim þegar í stað.

Minnir Khan einnig á að í skipalestinni hafi verið blaðamenn sem hafi ætlað að reyna að rjúfa algjört bann Ísraels við fréttaflutningi erlendra fjölmiðla frá Gaza. Hvetur hún alþjóðasamfélagið til að krefjast þess að Ísrael veiti erlendum fjölmiðlum aðgang að Gaza.

Fjölskylda Möggu Stínu ásamt samtökunum Ísland-Palestína hafa krafist þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir lausn hennar en stjórnvöld segjast hafa verið í sambandi við ísraelsk yfirvöld sem segja að öllum í skipalestinni, sem fluttir voru til Ísrael með valdi, verði vísað úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“