fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Sjötíu hálfvilltum íslenskum hrossum bjargað í Bretlandi – Illa haldin og eignuðust folöld eftirlitslaust

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 8. október 2025 15:30

Íslensk hross voru illa haldin í Devon. Skjáskot/Dailymotion

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötíu íslenskum hálf villtum hestum hefur verið bjargað í Devon sýslu í Bretlandi. Verkefnið hefur staðið yfir í meira en eitt ár og sumir hestanna voru mjög illa haldnir.

Bresku dýravelferðarsamtökin RSPCA hafa í samvinnu við nokkur hrossaverndunarsamtök bjargað sjötíu villtum íslenskum hestum í Devon sýslu. Devon er í suðvestur hluta Englands, á Cornwall skaga.

Lífshættulegir áverkar

Eins og segir í frétt blaðsins Tavistock Times Gazette hefur aðgerðin staðið yfir í 15 mánuði. Í maí mánuði árið 2024 vöktu hrossaverndunarsamtökin The Mare and Foal Sanctuary í Devon og World Horse Welfare athygli á voveifleigum aðstæðum íslenskra hrossa á stóru svæði.

Ekki kemur fram hvers vegna þessi hross voru hálf villt eða hvað þau höfðu verið þarna lengi. En ljóst var að hrossin höfðu verið lengi eftirlitslaus, bæði hestar og merar, og höfðu orðið til all nokkur folöld án eftirlits.

Hrossin voru hálf villt á mjög stóru svæði. Skjáskot/Dailymotion

Þá voru einnig nokkrar merarnar fylfullar en í nálægð við graðhesta sem voru í sífelldum slagsmálum. Voru sum hrossin mjög illa haldin, jafn vel með lífshættulega áverka.

Eigandinn samvinnuþýður

Eigandi hestanna, sem hafði vanrækt þau algerlega, afsalaði sér eignarhaldi yfir þeim. Hefur hann ekki verið nafngreindur, né búgarðurinn sem hann á. Að sögn RSPCA stendur ekki til að lögsækja eigandann fyrir vanræksluna eða beita sér á neinn annan hátt gegn honum.

Auk RSPCA komu þrjú hrossaverndunarsamtök að aðgerðinni með því að útvega búnað, mannskap og sérfræðiþekkingu. Það er The Donkey Sanctuary, Redwings Horse Sanctuary og Blue Cross. Þegar hefur nokkrum hrossanna verið komið fyrir á nýjum heimilum.

Verst höldnu dýrin tekin fyrst

Dýralæknar fylgdust með og tóku þátt í aðgerðinni, sem fór fram eftir ströngustu öryggisstöðlum. Fyrst voru verst höldnu dýrin fjarlægð, þá merar og folöld sem þurftu aðstoð sérfræðinga, þá graðhestarnir og síðust heilbrigðar merar og folöld. Eins og áður segir tók þetta 15 mánuði. Verkefninu lauk í lok sumars þegar öllum hrossunum hafði verið bjargað.

Dýrunum hefur verið bjargað. Skjáskot/Dailymotion

„Mér er ákaflega létt að öllum hrossunum hafi verið bjargað,“ sagði Leah Brock hjá hrossaverndarsamtökunum The Mare and Foal Sanctuary eftir að aðgerðinni lauk. „Það hefur verið auðmýkjandi að sjá hvernig góðgerðarfélögin stigu fram án þess að hika og buðu fram tíma, fjármuni og sérfræðiþekkingu til þess að tryggja að þessi hross fengju þá umönnun sem þau þurftu.“

„Við hvetjum almenning til að vinna með okkur, fylgja reglum og stýra velferð dýra sinna á réttan hátt og leita eftir aðstoð þegar þarf,“ sagði Sarah Morris hjá RSPCA.

Sjaldgæfir í Bretlandi

Íslenskir hestar hafa verið fluttir út í stórum stíl en þeir eru ekki algengir í Bretlandi. Aðeins er talið að þeir séu í kringum 1.000 í landinu og því voru íslensku hrossin í þessari aðgerð stór hluti af heildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Í gær

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla