Logi Tómasson landsliðsmaður er vel stemmdur fyrir komandi leikjum hér heima gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM.
Íslenska liðið átti frábæra landsleiki í síðasta mánuði, rústuðu Aserbaísjan og voru nálægt því að taka stig gegn Frökkum.
„Ég er mjög vel stemmdur. Það er gaman að koma heim, hitta strákana. Það er mikil spenna fyrir föstudeginum,“ sagði Logi á liðshóteli Íslands í dag, en fyrri leikurinn á föstudag er gegn Úkraínu.
„Þetta er svolítill úrslitaleikur. Það er auðvitað allt opið þó við vinnum ekki á föstudaginn en ef við náum sigri á föstudag, ég vil ekki jinxa neitt, erum við komnir ansi langt með annað sætið,“ sagði Logi, en annað sætið kemur okkur í umspil um sæti á HM.
Það er uppselt á báða leikina. „Ég ekki spilað fyrir framan fullan Laugardalsvöll og það verður gaman að fá loksins að prófa það í þessum tveimur leikjum.“
Nánar er rætt við Loga í spilaranum.