fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar, hefur varið Viktor Gyökeres vegna gagnrýni á frammistöðu hans hjá Arsenal á tímabilinu og segir fullyrðingar um að hann hafi lítil áhrif á leiki vera fráleitar.

Gyökeres, 27 ára, gekk til liðs við Arsenal í sumar frá Sporting CP fyrir 64 milljónir punda. Hann byrjaði af krafti og skoraði þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum, en hefur ekki fundið netmöskvana í síðustu sex leikjum í öllum keppnum þar sem hann hefur byrjað fimm þeirra.

Skortur á mörkum hefur vakið spurningar meðal sumra stuðningsmanna og álitsgjafa um hvort sænski framherjinn sé að hafa neikvæð áhrif á spilamennsku Arsenal.

Tomasson tekur ekkert mark á þeirri gagnrýni og segir að Gyökeres hafi verið mjög góður og mikilvægt hlekkur í leik Arsenal, þrátt fyrir markaleysið undanfarið.

„Gyökeres er í mjög góðu formi núna og spilar frábærlega,“ sagði Tomasson á fréttamannafundi með sænska landsliðinu.

„Ef fólk segir að hann hafi engin áhrif, þá skilur það ekki fótbolta. Hann býr til svæði fyrir samherja sína, vinnur mikið með boltann og hleypur stöðugt á bakvið varnarlínur.“

„Hann skorar reglulega og er lykilmaður. Það tekur alltaf tíma að aðlagast nýju félagi, og hann er á réttri leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

ÍBV staðfestir að Láki Árna verði áfram í Eyjum

ÍBV staðfestir að Láki Árna verði áfram í Eyjum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sturluð tölfræði Haaland vekur athygli

Sturluð tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimir vill að Ísrael sitji við sama borð á Rússland í heimi fótboltans

Heimir vill að Ísrael sitji við sama borð á Rússland í heimi fótboltans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Uppljóstrar um SMS skilaboð sem hann fékk frá Thomas Tuchel

Uppljóstrar um SMS skilaboð sem hann fékk frá Thomas Tuchel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Handtekinn og grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Handtekinn og grunaður um kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Í gær

Þýski meistarinn klæddist íslenskri hönnun um helgina

Þýski meistarinn klæddist íslenskri hönnun um helgina
433Sport
Í gær

Gjaldþrota Íslandsvinur fær tækifæri til að sækja í pokann í Sádí Arabíu

Gjaldþrota Íslandsvinur fær tækifæri til að sækja í pokann í Sádí Arabíu