fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

Arsenal gæti ráðist í breytingar og spilað á Wembley

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 19:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er að íhuga að leika heimaleiki sína á Wembley á meðan félagið vinnur að stórfelldri stækkun á Emirates-vellinum, samkvæmt frétt The Telegraph.

Félagið stefnir á að auka áhorfendafjölda úr 60.700 í yfir 70.000 með því að breyta hallanum á stúkunum, endurraða sætum og mögulega hækka þakið á vellinum.

Verkefnið er talið hafa tekið framförum á árinu og markmiðið er að létta á biðlista eftir árskortum, sem telur um 100 þúsund manns, auk þess að auka tekjur félagsins um tugi milljóna punda á ári.

Síðasta stækkun heimavelli Arsenal var þegar félagið flutti frá Highbury yfir á Emirates árið 2006. Nú gæti félagið þurft að leita tímabundinnar lausnar er varðar heimavöll og Wembley virðist líklegasti kosturinn.

Tottenham fór sömu leið árið 2017 og greiddi um 15 milljónir punda fyrir að leika þar heimaleiki í tæp tvö ár meðan nýr heimavöllur félagsins var í smíðum.

Nýju áætlanir Arsenal eru sagðar taka mið af uppbyggingu Real Madrid á Santiago Bernabeu, sem var endurnýjaður á árunum 2019 til 2024 og breytt í fjölnota, tæknivæddan leikvang.

Áætlað er að verkefnið kosti um 500 milljónir punda, en Arsenal hefur enn ekki óskað eftir byggingarleyfi. Félagið þarf að vinna náið með sveitastjórn í Islington, sem áður hefur heimilað framkvæmdir yfir 30 metra hæðarmörkum.

Arsenal hafði um 131,7 milljónir punda í tekjur af leikdögum á síðasta tímabili, sem er tæplega 20 milljónum minna en Manchester United og um 6 milljónum minna en Tottenham, samkvæmt tölum frá Deloitte.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru fórnirnar sem Sölvi bað Víkinga um að færa til að verða Íslandsmeistarar

Þetta eru fórnirnar sem Sölvi bað Víkinga um að færa til að verða Íslandsmeistarar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gerrard líklegur til þess að fara í starfið þar sem hann blómstraði

Gerrard líklegur til þess að fara í starfið þar sem hann blómstraði