Stuðningsmenn Liverpool voru ekki ánægðir með færslu félagsins á samfélagsmiðlum þar sem Trent Alexander-Arnold var óskað til hamingju með afmælið sitt.
Alexander-Arnold, sem yfirgaf Liverpool í sumar og gekk til liðs við Real Madrid, varð mjög umdeildur meðal stuðningsmanna eftir brottförina. Real Madrid greiddi um 8,4 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem átti aðeins mánuð eftir af samningi sínum við Liverpool.
Liverpool birti þó færslu á samfélagsmiðlum þar sem Alexander-Arnold var óskað til hamingju með afmælið, ásamt mynd af honum með Englandsmeistaratitilinn frá síðustu leiktíð.
Margir stuðningsmenn tóku illa í færsluna og létu í sér heyra í athugasemdum. „Held þetta muni ekki falla í kramið hjá mörgum,“ skrifaði einn aðdáanditil að mynda.
„Þessi færsla er verri en þrír tapleikir í röð síðustu viku,“ skrifaði annar.
Real Madrid mætir Liverpool á Anfield í Meistaradeildinni 3. nóvember, þar sem Alexander-Arnold gæti snúið aftur á sinn gamla heimavöll.